Ég var hálfsvekkt út í sjálfa mig seint í gærkvöldi þegar ég uppgötvaði það að ég missti af þættinum american inventor..ég sá nefnilega fyrsta þáttinn óvart með huldu og var búin að hlakka til að sjá meira. Skil bara ekki hvað það er endalaust hægt að finna upp á rugli til að sýna í sjónvarpi. Við sátum þarna tvær og göptum, vissum í raun ekki hvort við ættum að hlæja eða gráta eða bara yfirhöfuð hvernig viðbrögð við ættum að sýna..
Þarna var til dæmis fjölskyldufaðir sem ég í augnablikinu man ekki hvað heitir. Hann var afar stoltur af sjálfum sér, búinn að veðsetja húsið fyrir fullt af pening og ég veit ekki hvað en var þó viss um að uppfinning hans væri sú allra allra besta. Kvaðst hann mjög inspíreraður af fjölskyldunni, fallegu konunni og börnunum og hafði mörg falleg orð um þau hálfklökkur. Eftir að hafa lofsamað bandaríska fósturjörð og uppfinningu sína sem myndi vera þarfaþing í framtíðinni, eða breakthrough in history, svipti hann hulu af undraverðri uppfinningunni.....SKÓFLU!
(Ég og hulda tókum andköf í sófanum)
Þögnin var þrúgandi en dómararnir ákváðu að gefa honum séns sem betur fer því ég hlakka svo sannarlega til þegar ég get farið í hagkaup og keypt mér skóflu, enda aldrei séð annað eins undratæki á ævinni!!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home