fimmtudagur, mars 01, 2007

Kæri netheimur...

Ég ofanrituð er loksins komin með nettengingu aðeins 7 árum eftir aldamót. Tel ég þetta heilmikið afrek þrátt fyrir að mér hafi augljóslega tekist að gera það á eins ópraktískan máta og hægt er..hmm. Fékk samt fína hjálp í gegnum síma hjá vinalegum gaur að nafni Egill sem sá um þetta allt fyrir mig (og hann er pottþétt á prósentum við að koma út eins mörgum tengingum og hann mögulega getur á hverjum degi).

En ég er líka komin m B.A gráðu í bókmenntafræði og orðin 25 ára, allt í sama mánuðinum jeij:) já og svo hef ég nýlega hafið sambúð með Elvis (geri aðrir betur) sem ég tel að hafi endurholdgast í dökkhærðum, bringuloðnum, rymjandi og sístækkandi leðurblökuketti...
Okkur líður vel saman. Ég gef honum mat og hann þvær mér um hárið á morgnana eða hjálpar til við að þvo fötin mín með því að sjúga þau í hálsmálinu. Hann er líka búinn að endurhanna nokkrar sokkabuxur og leggings með því að búa til falleg göt svo fætur mínir njóti sín betur í þeim.

Það eina sem okkur vantar hér í Bólstaðarhlíð er atvinnutækifæri eða e-r með spádómsgáfu sem getur sagt okkur hvað gerist næst..ég er officially orðin fullorðin hvað gerist núna???

5 Comments:

Blogger Lena Dögg said...

Til hamó með allt esskan og lopan bíður enn ;)

kv. Lenan

11:17 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Sæl vinan!

langt síðan að ég hef heyrt í þér, innilegar hamingjuóskir með gráðuna! og fullorðuna þó svo að ég telji að það fyrrnefnda veki kannski örlítið meiri lukku. Því eins og þú hefur kannski heyrt þá fer allt að dvína eftir 25 .. en hvernig fór með iðnskólann? allavega drullaði ég allveg upp á bak með það. Láttu heyra í þér ef þú kemur í sveitina:)

11:20 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hahha, nei það gerist varla betra en að búa með elvis. en það sem gerist næst er að við slökum og reynum að drekka í okkur menningu,dans,hvítvín&bjór, tónlist og allt góða dótið.

1:53 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ Gyða;) Til hamingju að með gráðuna og loksins komin með kisuna sem þú hefur þráð:D

6:58 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hmmmm, ég aftur....Gyða, ég verð bara að segja að það er ekkert lítið gaman að lesa það sem þú ert að skrifa hérna...:D en ég þekki líka eina stelpu sem var að keyra full og missti prófið! Ekki gaman....

7:06 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home