mánudagur, mars 26, 2007

yes i´m gonna be a star

allavega gyða á daewoo því ég náði í ökuskírteinið mitt áðan!!! Ég stóð reyndar í þeirri meiningu að ég væri orðin lögleg á götum Íslands frá og með 27.mars en raunin var önnur.
Eftir langa bið í símanum þá svaraði vinsamleg rödd á skiptborði lögreglustöðvarinnar. Ég bar upp erindið (hvar á ég að sækja skírteinið á morgun?) og hún svaraði: "Þú ert búin að vera með bílpróf síðan 26.febrúar, viltu ekki bara drífa þig að ná í skírteinið" !!!!!!!!

Ég veit eiginlega ekki ennþá hvort ég á að hlæja eða gráta..greyið konan á skiptiborðinu, ég gargaði á hana í símann "ERTAÐ LJÚGA??" og fór svo beint og sótti dýrmætt ferðafrelsi mitt aftur. Ég gekk mas svo langt vera búin að skrifa í dagbókina mína 23 dagar í bílpróf, 14 dagar, 3 dagar osfrv...Misreikningurinn felst líklega í því að ökuníðingar hafa 30 daga til að skila inn skírteini en það er byrjað að telja frá því þeir eru teknir ef ég skil þetta rétt(sem er enn ein skjekkjan í ísl refsilöggjöfinni)

Það sem gerir þetta allt enn súrara er að ég lét plata mig í verkefni á vegum strætó sem fólst í því að telja farþega síðastliðnar 2 vikur og er því búin að hanga í strætó á öllum hugsanlegum tímum sólarhringsins og merkja við alla sem koma inn og fara út. Það var samt ekki nærri því eins hræðilegt og það hljómar því mér finnst svo gaman að skoða fólk og ég fékk alveg nóg að skoða;)


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home