miðvikudagur, október 25, 2006

takk fyrir mig airwaves!

Það er alltaf soldið erfitt að gera upp við sig svona hvað stendur uppúr, sérstaklega því ég sá svo margt ólíkt og skemmtilegt; hugsa ég sé mest ánægð með það að hafa hvergi staðið í röð nema í smástund og að ég hafi náð að sjá flest af því sem ég var búin að ákveða að sjá...jú og svo var líka svo rosalega gaman;)

laugardagur, október 07, 2006

musclemania..

Menn með vöðva eru ofsalega vitlausir og lítið spennandi fólk. Þessu komst ég að í gær. Auðvitað get ég ekki alhæft svona en þarna hitti ég fyrir 6 vöðvamikla menn sem sýndu af sér þvílíka afburða heimsku að ég hugsa að ég sniðgangi vöðva á næstunni.

Ég fór semsagt m fjölskyldunni minni í hádegismat í gær. Á næsta borði sátu 5 vöðvar sem hlógu rosalega mikið og töluðu hátt. Ég á það til að vera dómhörð í garð annarra og var svona pínu pirruð yfir þessum hláturátroðningi á rólegar samræðurnar á mínu borði, en leiddi það hjá mér. Sjötti vöðvinn bættist við stuttu seinna og þá upphóft mikill bekkpressumetingur sem endaði með því að nr. 6 bretti upp ermarnar og fór að hnykla vöðvana með tilheyrandi setningum eins og ,,you wanna piece of me, huh!?" Þeir fengu svo matinn, en stelpan sem kom með hann var asísk. Einn vöðvinn leit á hana og sagði svo hátt og snjallt ,,Hey, vinur minn er búinn að vera að leita sér að konu á netinu heillengi, helduru að þú værir ekki bara til í að tékka á honum, hehehe" og svo hlógu þeir allir miklum stórkallahlátri.

Það sauð á mér og gerir eiginlega ennþá. Hef aldrei orðið vitni að annari eins vanvirðingu og niðurlægingu. Ég borðaði ca 4 bita og missti svo lystina því mér fannst ég hafa hálfsvikið greyið stelpuna með því að sitja þarna þegjandi og segja ekkert.

Vona að þeir kafni allir á næsta kreatínskammti, fávitar!

sunnudagur, október 01, 2006

Nowhere man

ég var stödd í strætóskýli um daginn. Með mér var maður, einn af ógæfumönnum borgarinnar. Hann sat á bekknum en ég stóð. Hann var í ræfilslegum fötum m skeggbrodda, fullur, en um leið svo góðlegur á svipinn. Ég stóð og var að skipuleggja daginn í huganum þegar maðurinn fer allt í einu að vesenast á bekknum. Upp úr vasanum dró hann upp kókosbollu í grænum nammipoka og stakk henni svo hálfri upp í sig.

Deginum var bjargað...skeggbroddarnir og hvítt kremið pössuðu svo vel við haustsólina en voru samt í svo rosalegu ósamræmi hvert við annað að ég gat ekki annað en hlegið inn í mér..