miðvikudagur, júní 30, 2004

Já sjómennskan...

Ég gerðist landshornaflakkari í gær..fór til Vestmannaeyja í kynnisferð með hinum upplýsingamiðstöðvunum. Úff, við fórum í smá sjóferð..sem betur fer var hún ekki löng og ég gat haldið í mér sjóveikinni minni :) Eftir það fengum við svo að borða þarna á stað sem heitir Höllin...og það var svartfugl í matinn!! Vissi ekki alveg hvað ég átti að gera..henda matnum undir borð og þykjast tyggja, sl því að borða og vera algjör dóni..þetta var smá taugastríð og svo ákvað ég að smakka bara. Þetta var ágætt, svoldið mikið blóð en ég er ennþá á lífi allavega... en ég gat samt ekki klárað!!

Stendur svo til að fara í Landmannalaugar núna bráðum...ég er samt ekki þessi ferðamennskutýpa. Í gær fór ég t.d. bara í peysu, fattaði ekki alveg að ég væri að fara út á sjó og svona..og þið sem hlæið alltaf að lopavettlingunum mínum: ef ég hefði ekki verið með þá í gær í töskunni (eins og ALLTAF, ALLTAF) þá hefði ég líklega dáið úr kulda..þeir voru bæði fyrir hendur og eyru og kinnar :) takk elsku amma fyrir að halda í mér lífinu með vettlingunum!!!!
Verð líklega bara að fara á svona námskeið í að útbúa mig fyrir ferðalög...

En það er ekkert mál að fara í svona bílaferðalög..ég er nú bráðum að fara norður aftur til Önnu, með Fanný og kannski verður Soffía þar á sama tíma :) gaman gaman!!
Anna var einmitt hér um síðustu helgi...dásamlegt! Fanný kom líka og við kíktum aðeins út á hinn sívinsæla Kaffibar...hmm, vinur bróður míns reyndi að leggja snörur sínar fyrir okkur..."heitir þú Sigrún, blikk blikk" hvað á það að þýða!!?
Næsti gaur var álíka glataður og sá þriðji (sem var í flotta tríóinu á kantinum) toppaði allt, "hey, eigum við að bíða í allt kvöld, eððða!!?"
Þegar ég kom heim var ég samt svo ótrúlega hamingjusöm því ég fékk staðfestingu þess efnis að ég og mínar elskulegu vinkonur erum ekki boðlegar fyrir hvern sem er :) stelpur við getum verið stoltar!!!

Ég varð líka ósköð fegin ( í smástund) að hafa ekki farið á Hróarskeldu þegar ég las það í blaðinu í morgun að Bowie hefði hætt við að koma fram! Grey kallinn fékk sleikjó í augað og er víst bara hálfslappur. Og Muse gætu víst líka hætt við því pabbi eins þeirra er nýdáinn...segi nú samt ekki að ég vildi ekki vera þar, ég er bara að hugga mig við þetta ;) ...en að fá sleikjó í augað er nú samt svoldið spes, heheheh og manneskjan sem gerði það er búin að koma fram opinberlega og biðjast afsökunar.."sorry mr Bowie that I poked my thing in there" hehehehehehehehehe...

Það versta við þessa Vestmannaeyjaferð var nú samt að ég missti af því að sjá Peaches í Klink og bang :( hefði verið til í það en svona er þetta bara...

laugardagur, júní 19, 2004

Ég er ekki ein í heiminum lengur!!!

Því henni Önnu tókst að skrifa comment inn á bloggið mitt!! jibbí!! ég hef reyndar ekki hugmynd um það hvernig hún gerði það þannig að ...Anna mín, þú ert snillingur, viltu deila þessu m okkur hvernig þú gerir þetta næst þegar þú gerir comment?? elsku rúsínan mín :)

Annars er voða lítið að frétta og ske hérna hjá mér..harla ólíkt ýmsum öðrum bloggum sem maður les og líkjast einna helst sápuóperum á ríkissjónvarpinu, heheheheh!

Þjóðhátíðardagurinn minn einkenndist af pöddum, ég sat í grasinu m mömmu allan daginn og ég held bara að ég hafi hitt öll skordýrin í garðinum okkar! Þetta sýnir bara best hversu sólarsjúk ég er orðin..læt fullt af pöddum yfir mig ganga til þess að fá smá freknur :) og það tókst líka, komin m far og allt.

Ég kemst samt ekki yfir það hvað ég er hneyksluð á framkomu okkar Íslendinga varðandi þetta þjóðhátíðarkjaftæði allt! Hvað með það þótt að það sé svört kona í skautbúning framan á e-u blaði!!!!???? Er bara ekki allt í lagi hjá þessu liði!!!??? Að fólki skuli láta sér detta það í hug að upplýsa heimskulega fordóma sína í fjölmiðlum finnst mér bara alveg fáránlegt. Og þó við þykjumst ekki vera það þá eru Íslendingar með fordómafyllstu þjóðum sem ég veit um. Umburðalyndi okkar gagnvart útlendingum er ofboðslega lítið. Samt finnst öllum Íslendingum það svo sjálfsagt sjálfum að fara "út" og flytja "út" og skreppa "út" og fara sem au-pair eða skiptinemi eða whatever "út" Íslendingar geta nefnilega alltaf gert það sem þeim sýnist í útlöndum en geta svo ekki umborið annað fólk sem kemur hingað. Okkur finnst við hafin yfir annað fólk, við erum jú best í heimi right? og útlendingar eru því ekki samborin okkur í gæðum, eða hvað??
Ég tek svo mikið eftir þessu í vinnunni hjá mér. Þegar túristar koma inn þá hef ég heyrt fólk segja t.d. "Jiii, í hverju er hann!!??" eða, "Díses, þetta fólk veit nú bara ekki neitt, hvað er það að gera á Íslandi!" eða "Ohh, þessir útlendingar" Tek það fram að þetta eru sko ekki konurnar sem vinna hérna með mér heldur lánþegar bókasafnsins eða Íslendingar sem eru að spyrja um e-ð hjá mér. Íslendingar eru líka svo dónalegir! Um daginn var ég að leita að gönguleið fyrir þjóðverja sem var hérna og það kom íslenskur kall inn. Hann óð að borðinu mínu og fór að tala um e-a listasýningu. Þegar ég bað hann aðeins um að bíða þá varð hann alveg brjál og spurði hvort þetta væri ekki upplýsingamiðstöð fyrir ALLA! Ha? sagði ég, jújú en sko ég get bara afgreitt einn í einu, viltu hinkra augnablik! Gaurinn gat ekki beðið smástund heldur rauk að afgreiðsluborðinu hjá bókasafninu og fór að spyrja um þetta þar...og ég heyrði hann segja, jahh, hún er bara svo upptekin í þessum útlendingum að hún getur ekki sinnt MÉR!! ÚFFFFFFFFF!!!!!! Það sauð á mér!!!!!!!!
Sem betur fór drullaði hann sér út. Ætli hann hafi ekki í reiði sinni reynt að keyra niður e-n franskan puttaling sem var að reyna að upplifa "The Icelandic special, best in the world, nature", sem við tönglumst endalaust á þegar við erum í útlöndum...

Ég legg því til að við hættum þessari útlendingahræsni! Ef Íslendingar vilja enga útlendinga hér, í guðs bænum hættið þá að markaðsetja landið sem svona mikla dásemdarperlu sem allir verða að sjá. Og hættið líka að þykjast vera litla, saklausa þjóðin sem drekkur mjólk og borðar flatkökur og er aldrei vond við neinn!! Takið þá frekar upp sömu utanríkisstefnu og BNA og sýnið ykkar rétta andlit!!..er það líka ekki þjóðin sem allir hér líta mest upp til??

ööhh, mér verður bara flökurt!!
Hætt núna, því ég verð svo reið þegar ég hugsa um þetta....

fimmtudagur, júní 10, 2004

Lítil diskódís..

Þessa dagana hef ég verið að kíkja í bók sem er ein af mínum uppáhaldsbókum. Hún lætur kannski ekki mikið yfir sér í augum allra, hefur ekkert fræðigildi eða þannig en er bara svo ótrúlega raunsönn...þetta er bókin um hana Dís!!
Ég get aldrei varist brosi þegar ég les hana..þetta er svo líkt mörgu sem ég hef annaðhvort heyrt um eða upplifað sjálf og tíhíhíhí, æðislegt að sjá þetta svona á prenti :)

Þegar ég er hætt að flissa að Dís þá get ég opnað Furstann og lesið um hugmyndir Macchiavellis um hinn fullkomna leiðtoga, óskeikul og óvægin!! Hannes Hólmsteinn reynir...en hefur ekki enn tekist það. Ætli það sé þess vegna sem hann kennir þessa bók??

Það er annars ótrúlegt hvað fólki dettur í hug að skrifa um...ég gæti auðveldlega orðið metsöluhöfundur, hehehehe
Það er líka svo magnað að lesa ljóð..þau eru svo persónuleg og óheft (allavega sum) og mér finnst skáld eiga hrós skilið fyrir að opna sig svona fyrir lesendum og gagnrýnendum sem gefa þeim svo kannski ekkert tækifæri. Þess vegna finnst mér voða erfitt að dæma ljóð, þau eru svo misskiljanleg.. hugarástand höfundarins skiptir svo miklu máli, úff..hvet ykkur allavega til að lesa ljóðin hennar Álfrúnar Gunnlaugsdóttur!!

En nóg af svona bókmenntafræðipælingum...

ég er með svo súran húmor...áðan var ég að kvitta fyrir pósti fyrir upplýsingamiðstöðina, það var fullt af fólki hérna, og í pakkanum voru bæklingar frá Reðursafni Íslands..bréfið frá gaurnum sem sér um safnið var svo fáránlegt að ég gat ekki haldið í mér!!! "Með vinsemd og virðingu...reðurstofustjóri" hahahahahahahhahaha og svo kemur fram í bæklingnum að nú sé hægt að stunda reðurfræði þökk sé hinu merka safni, hahahhahahaha!!! jájá kúk og tippa húmor virkar alltaf vel á mig :)
Komið endilega við og fáið ykkur eintak!!

Annars á ég frídag á morgun...frá kl 2 :) krossa bara putta og vona að það verði ennþá sól því þá ætla ég að fara í sólbað og fá freknur...eins og Gandhi sagði "We must be the change we wish to see in the world." (Yfirfært á mig þýðir þetta: Þú verður að vera í sólbaði ef þú vilt fá freknur!!)

þriðjudagur, júní 08, 2004

Að láta drauma sína rætast..

Það ætla ég sko að gera!! Fylltist miklum eldmóð í gær eftir að hafa talað við hana Árný bókaorm..hún er nebblega komin í hljómsveit, ákvað bara allt í einu að stofna hana m fólki sem hún þekkir og GERÐI ÞAÐ!!! Komin m æfingahúsnæði og allt!!
Jæja stelpur..hvar er draumurinn okkar??? :)

Það er nú samt bara svoldið flókið að læra á þennan blessaða gítar. Hann er svoooo falskur, greyið, og ég kann ekki að stilla...Það endar bara með því að ég skila honum úr láni og kaupi mér bassa :) en það verður þó ekki fyrr en ég eignast einhverja peninga, mér finnst ég ætti að vinna launamiða; 100þúskall á mán í 10 ár...nice!

laugardagur, júní 05, 2004

Að horfa út um gluggann..

Þá er hægt að útiloka sig frá heiminum, ég er inni þið eruð úti. Það sem ég sé úti er ekki sami heimurinn og er inni hjá mér. Og ætli ég tilheyri yfirhöfuð þessum heimi sem ég sé þarna úti?? Mér finnst það stundum ekki...við breiðum kannski öll yfir okkur huliðshjskikkju þegar við förum út í heiminn..þá getum við haldið áfram að eiga okkar eigin heim, sem enginn sér, þegar við lokum útidyrahurðinni.

En svo bætist líka alltaf nýtt fólk við í heiminn okkar :) og hún elsku Hulda mín er loksins búin að fæða litlu pixies prinsessuna sem átti að fæðast 26.maí víííííííííí kom í nótt og er með hár og 13,5 merkur...hlakka ofboðslega til að sjá hana og Huldu og Jakob

Lögmál náttúrunnar veltur því áfram..það kemur nýr einstaklingur í stað þeirra sem fara..vona samt að enginn þurfi að fara strax

miðvikudagur, júní 02, 2004

eitt lítið lífsblóm...

Best að passa það vel, vökva það með lífreynslu og gefa því mikið af góðum minningum....annars getur það dáið...