miðvikudagur, mars 31, 2004

SVO MIKIÐ VESEN!!!!

Já það fylgir því greinilega vesen að fara til útlanda :/
Nú er stutt þangað til ég fer....ekki á morgun, ekki hinn, heldur hinn... og hvað heldur fólk eiginlega?? Að ég komi aldrei aftur??? Ég hef allavega þurft að svara til saka, eins og morðingi, fyrir það að hafa nú ekki hitt alla áður en ég fer...en kommon!! ég kem aftur 17.apríl...ekki nema flugvélin hrapi...eða þá að ég hitti draumprinsinn þarna úti ;) hahahahahhaha loðinn og lítill...og lítill, held ég hafi enn ekki séð neinn á kanarí sem nær mér upp á nef...

En hvað um það...annað vandamál sem fylgir þessu útstáelsi er farangurinn! Ég ætlaði sko að vera sniðug í gær og byrja að huga að farangrinum...en NEi, það er sprunginn rennilásinn á töskunni minni!!! Hvað á það að þýða?? Ég þoli ekki að ferðast með margar litlar úttroðnar gamlar skólatöskur..ég vil bara hafa EINA tösku og hún á að vera á HJÓLUM!!!! Urrrrrrrrrrrrrr

Og svo er það elskulegi skólinn....ég þarf að skrifa tvær ritgerðir og lesa fyrir lokapróf þarna úti...hmmm, hvaða bókasafn og heimildir á ég að nota???

Já ég viðurkenni það...ég er að deyja úr stressi!!!! Ég þarf alltaf smátíma til að aðlagast hlutum og hafa tíma til að venjast öllu svona....en núna hef ég það ekki!!! Það er bara allt að verða vitlaust :/
kannski ætti ég að búa mér til svona check lista...

Á meðan ég sit svo og hugsa um þetta allt þá geri ég ekkert til að bæta það..ég er bara búin að vera að reyna að æfa mig á gítarinn hans Adda sem ég var að fá lánaðann :) Fer með hann í stillingu þegar ég kem heim og svo hefst undirbúningur fyrir næstu músíktilraunir, í flokki eldriborgara hehehehehe

En í dag get ég allavega checkað við blogg...dugleg gyðði ;)

sunnudagur, mars 28, 2004

hmm ennþá að læra og ennþá með plötukynningu fyrir sjálfa mig

Öll melankólía rokin út í veður og vind; ég er búin að vera að hlusta á gamlan disk með Wu Tang Clan og er eiginlega bara búin að vera í hláturskasti allan tímann :)
Word up to all ya niggaz, Big G in da house!! Peace out mothafuckaz og fleira í þeim dúr....
verð nú samt að viðurkenna að það býr ennþá lítill hiphopari í mér...en mun vandfýsnari en áður!!

Og svo hefst bara miðasala á Violent femmes mánudaginn 29.mars í tólf tónum...þetta þýðir að ég get keypt miða áður en ég fer til islas Canarias..jibbí :)

Hugsa að ég fari samt í háttinn núna..góða nótt öll krílin mín stór og smá :)
Það er einkennilegur dagur í dag..

Who am I to need you when I´m down/and where are you when I need you around/ your life is not your own/ and all I ask you is for another chance/ another way around you/ to live by circumstance once again/ who am I to need you now/ to ask you why to tell you no/ to deserve your love and sympathy/ you were never meant to belong to me....

Þannig líður mér í dag...hvernig ætli Billy Corgan hafi liðið þegar hann samdi þetta lag; Tear???? Það langar mig að vita...

Fann alltíeinu Adore diskinn minn í gærkvöldi þegar ég var að læra og hlusta á alla diskana mína á meðan. Það var frábært; mín eigin plötukynning :)
Skrýtið samt hvernig sumir diskar fara inn í hausinn á manni...samlíðunin með textanum og laginu verður algjör og alltíeinu er ég bara líka orðin jafn sorgmædd og lagið sem ég er að hlusta á...eða er ég kannski orðin geðveik af einveru eftir þessa skrýtnu og viðburðalitlu helgi??
Hver veit....

En ég man allavega alveg hver gaf mér diskinn..Snorri, í jólagjöf 1998, elsku dýrrinn minn :)

Hey ...ef e-r veit hvaða ljóðabók inniheldur ljóðið "Gler" eftir Unni Eiríksdóttur þá má láta mig vita!!!!!

fimmtudagur, mars 25, 2004

Dance motherfucker, dance!!!

Já...ég fékk miða á Pixies og bíð núna spennt eftir miðasölu á Violent femmes..
En þvílíkt stress, það var stöðugt símasamband, en hafðist þó allt að lokum :)

Ef þið hlustið á fréttirnar í dag þá er talið upp hversu margir bandarískir og breskir hermenn hafa drepist í Írak....ótrúlega tilgangslausir dauðdagar að mínu mati. En allt í þágu "góðs" málstaðar er það ekki annars.....?
Sorglegt hvað sumir lifa með miklar ranghugmyndir í hausnum...og þessir hálfvitar sem fóru til Írak, I´m fighting for my country and my president...Bush er skítasama um ykkur!!! og Blair líka, hann þorir bara ekki að óhlýðnast Bush..

...ekki kjósa Bush samt aftur..það eru mikil mistök!

þriðjudagur, mars 23, 2004

Ér er svoldið smeyk..

Mest er ég hrædd um að fá ekki miða á Pixies á morgun....í dag er búið að selja 1200 af 2500 miðum :/ ég verð brjáluð ef ég fæ ekki miða !!!

Svo er ég líka hrædd við skólagjöld. Í gær voru mótmæli fyrir utan aðalbyggingu á meðan þetta fólk hélt fund um hvað ætti að gera við okkur..ég kom aðeins of seint þar sem ég þurfti að fara í Odda, en þar heyrði ég líka forvitnilegt samtal tveggja kennara:
kennari1: "jæja eigum við að þora út...verðum við ekki bara grýttir?" heheheh
kennari2: "jah! það gæti verið, heheheheh"
kennari1: "jájá...þetta á svo bara eftir að koma í ljós með fundinn"
kennari2: "jújú, mikið rétt. Ef þeir samþykkja skólagjöld þá komumst við nú kannski til útlanda einu sinni á ári"
kennari1: "heheheheheh"
kennari2: "hehehehe"
Og svo héldu þeir sína leið....vá það rauk úr mér!!!
Ég var líka hissa þegar ég heyrði viðtal á rás2 við Samfylkingarmógúlinn Ágúst Einarsson. Eins og þeir vita sem kusu í fyrra þá lofaði samfylkingin öllu fögru um að leggja áherslu á fjölskylduvænt samfélag. Þetta fól í sér að þeir ætluðu að beita sér fyrir lækkun leikskólagjalda, fleiri leikskólar, hærri fæðingarorlof og fleira í þeim dúr.
Í viðtalinu í gær var hinsvegar e-ð annað uppi á teningnum! Ágúst sagði að án skólagjalda væri HÍ ekki í samræmi við aðrar menntastofnanir. Leikskóli er fyrsta menntastofnunin og þar þarf fólk að borga 40-50þús á mán. Þessar upphæðir fannst honum allt í einu ekkert svo háar og bætti því við að það væri mjög eðlileg þróun fyrst það þarf að borga leikskólagjöld, þá ætti líka að borga skólagjöld!!!
Þvílíkur málflutningur, bravó! Samfylkingin er komin á jafn ljótan stað og framsókn og sjálfstæðisflokkurinn í mínum augum!!! Þessir þingmenn sverja eið þegar þeir byrja, um að heita því að vera samkvæmir sjálfum sér og treysta eigin sannfærinu. Segir það þeim ekkert?? Það er bara siðferðilega rangt að láta þá svo komast upp með það að brjóta þennan eið; sérstaklega þegar öll þjóðin er vitni!!! Ég held bara að Íslendingar hafi kosið óöld yfir sig núna síðast. Fyrst kemur Dagný í Framsókn, lofar öllu fögru um að berjast fyrir Háskólann en svíkur það við fyrsta tækifæri af því hún vill frekar vera í "rétta" liðinu en standa við það sem hún segir. Svo er það snillingurinn Sigurður Kári sem er svona ideal spilltur stjórnmálamaður!! Í viðtali við hann sagðist hann ekkert skilja í þessum stúdentum og að vera á móti skólagjöldum. Hann sagði: "ég meina, ég fór í háskólann á sínum tíma og komst í gegnum það!" Fréttamaðurinn sagði þá á móti: "Já og var það ekki líka ókeypis þegar þú fórst?!" Og þar með var ríki pabbastrákurinn jarðaður í eigin skít :)
Og svo virðist samfylkingin komin í sama málflutning núna!! hvar endar þetta???

Ég er allavega hrædd við þetta...en ok, nóg um íslenska pólitík

Ég er að fara á eftir og fá mér vinnu :) eða sækja um vinnu....hmm sko, skóbúð, bókabúð, blómabúð, bókasafn, tónlistarbúð, bás í kolaportinu, sjálfstætt starfandi hönnuður, pistlahöfundur í e-u blaði... :) ok, langar að gera fullt en það verður samt eiginlega að vera frí um e-r helgar svo ég geti farið á tónleika, sund og sólbað og í ferðalög!! Og í heimsókn til hennar Önnu :)

Svo gæti ég nú líka sótt um starf sem svona afleysingarþingkona muwhahahahah...ég myndi allavega gera EITTHVAÐ rétt og gott!!!!

En Moliére bíður mín....ekki kaupa miðann minn á pixies í dag, u´ll be sorry!!



laugardagur, mars 20, 2004

og meiri stuð..dans dans dans dans daaans...

Því það var mikið dansað í gær...eiginlega svo mikið að ég er með harpsperrur í dag! Ég og Fanný fórum á Damien Rice tónleikana, þökk sé miklu göfugmenni sem fékk miða fyrir okkur :) ég er ævinlega þakklát fyrir það!!!
Þetta voru bara ótrúlega skemmtilegir tónleikar...hann er svo frábær á sviði, óheftur og frjáls og einhvernveginn alveg á valdi tónlistarinnar. Damien Rice er svo gott dæmi um mann sem er hann sjálfur þótt að hann sé frægur...það og flotti írski hreimurinn hans fannst mér best!!

Eftir tónleikana lá leið okkar á 22 þar sem upphófst mikið sprell.....hmm hvar á ég að byrja..
Við hittum allavega Írisi og vinkonur hennar sem drógu okkur á dansgólfið. Ég man ekki á hvaða bjór ég var þegar við Fanný uppgötvuðum að Dj-inn var mest spennandi maðurinn á svæðinu. Við skiptumst því á að biðja hann um óskalög....sem hann spilaði lítið af því hann átti næstum ekkert sem við vildum!! Svo dönsuðum við eins og...jahh bráðum frægar rokkstjörnur ;)

Okkur tókst líka að hella bjór yfir hálfvita, dansa við einn þann lúðalegasta á staðnum og fá skot að launum, biðja um eld hjá lessu og fá að launum girndaraugnaráð, fá heimboð frá lessu, trufla aðra dansþyrsta gesti með miklum látum, herma eftir "gæjunum" sem voru í miklum móð að dansa veiðidansinn sinn og...

Ótrúlegt en satt þá er heilsan bara ekki svo slæm í dag:)
Enda mátti hún það ekki því það bíður ein helv ritgerð enn eftir mér :/ Ég mun því þræla mér út fyrir skólann sem ætlar svo kannski bara að leggja skólagjöld á veikburða, bókhlaðna, LÍN þrælabakið mitt, það sem eftir er dagsins...

MUNIÐ SVO AÐ MÓTMÆLA Á MÁNUDAGINN!!!!! KL 12:40 FYRIR UTAN AÐALBYGGINGU....VIÐ VILJUM ENGIN HELV SKÓLAGJÖLD!!!!

Eins og þið sem vitið e-ð sjáið þá vitnaði ég í lag í byrjun....ný tónlistargetraun: hver flytur?????




föstudagur, mars 19, 2004

MÉR FINNST...

Ég er búin að hugsa mikið um það sem er óþarft á Íslandi.....
Mér finnst til dæmis að það mætti alveg sleppa þessari þjóðhátíð!! Hvað fara margar milljónir í þetta fylliríisrugl? Væri ekki mun skynsamlegra að halda almenlegt tónlistarfestival í staðinn!!! eitt svona sumarfestival þar sem Ísland gæti fengið til sín þær hljómsveitir sem eru að túra um....ég er ekki að kvarta, og ég tími því alveg, en þá þyrftum við ekki að borga á svona marga sér tónleika, heldur væri hægt að kaupa miða á festivalið!! :)
Ég hlakka svo til að fara á alla tónleikana sem verða hérna á næstunni!!!! get ekki beðið!!!!

Kvöldið í kvöld lofar líka ótrúlega góðu.....Fanný tókst að kría út miða á Damien Rice :)
Þetta verður alveg frábært....hugsa að ég fari að sauma núna e-ð fallegt til að vera í

Kveikjum á kertum fyrir spánverja, þau þurfa á því að halda...

fimmtudagur, mars 18, 2004

Ég fæ kannski 10!!!!!!!!!!!!!!!

En bara kannski....það gekk allavega vonum framar í prófinu sem ég var í áðan :) Og ég var svo stressuð því ég lærði svo lítið í gær. Get nú samt sjálfri mér um kennt...
Ég og Hulda löbbuðum til Röggu í góða veðrinu (frá HÍ til kringlunnar!!) og ætluðum svo að fara í bingó í Vinabæ...já ég er ekki að grínast! Það endaði samt með því að við sátum bara og átum og töluðum, held svei mér þá að Ragga sé bara með betri gestgjöfum sem ég veit um :) Svo kom Fanný líka til okkar og þetta var bara svo gaman...

Ég var að skoða póstinn minn áðan....ég skil bara ekki hvað er að þessum háskóla..eða bara þessu landi!!! Er það ekki hagur þjóðfélagsins að hafa fólk í háskólanámi. Það skilar sér í menntuðum einstaklingum sem taka þátt í því að bæta samfélagið (en það gera nú samt þeir líka sem eru ekki í skóla, ekki misskilja mig!!) Það lítur allavega ekki vel út finnst mér að krefja nemendur um skrásetningagjöld, sem alltaf hefur verið hægt að borga í júní, strax!! Og svo höfum við líka bara viku til að velja og það eru ENGAR undantekningar.....hvað á þetta að þýða??
Stúdentaráð er samt að reyna að breyta þessu...umboðsmaður Alþingis er kominn með málið...hann hefur samt engin völd, gefur bara leiðbeinandi úrskurði..
Svo grefur okkar ástkæra ríkisstjórn undan menntakerfinu í landinu með því að ljúga að okkur!! enginn fjárskortur segja þau... í hvaða þágu vinnur þessi menntamálaráðherra eiginlega? allavega ekki í þágu nemenda!! urrrr :(

Vildi óska að ég væri uppi á tímum stúdentaóeirða...þá yrðu sko læti. Sorglegt samt hvað margir eru ekki að fylgjast með og er kannski líka bara sama um þetta...
Gott dæmi um það er hann Baldur sem ég bý með. Þegar öll þessi umræða um skólagjöld var fyrr í vetur þá spurði ég hann hvað honum fyndist um þetta mál. Hann sagði mér að honum væri bara skítsama!! Þetta var á sama tíma og stúdentakosningarnar og Baldur sagðist ekki ætla að kjósa neitt þar sem honum væri alveg sama....hann tekur ekki námslán og býr ekki á stúdentagörðum og því kemur þetta honum ekki við...um skólagjöldin vissi hann svo bara næstum ekki neitt.....halló!!!!
Þetta er virkilega e-ð sem skiptir máli, ef stúdentar fylgjast ekki með því sem er að gerast...hver þá????

X-Gyða í næstu kosningum :)

Nú ætla ég hinsvegar að fara heim og fá mér latte....örugglega undir fögrum tónum siggu beinteins og baldurs.....

miðvikudagur, mars 17, 2004

og svo kom vorið...

Eða það vona ég allavega...það er allavega hægt að sleppa aukapeysunni núna :)
Svo eru allir líka komnir í betra skap!!! (Allavega þeir sem eru búnir að gera skattaskýrslu hehehe)

En hún Anna heiðraði okkur selfyssinga með nærveru sinni um síðustu helgi...og það var nú bara ekki leiðinlegt :) það er allavega langt síðan ég hef hlegið jafnmikið!!!
Við heimsóttum Önnu Kristínu og Taniu..og það var mikið rætt um Akureyrarheimsóknir..jú og ýmsar hljómsveitir...flóran í íslensku tónlistarlífi reyndist allavega fjölbreytt! blikk blikk

Svo tókum við smá menningarrúnt um bæinn...ég er enn jafn aktíf í menningunni
Pakkhús: sveitt fólk að syngja fiskinn minn og skv Önnu (sem fékk að labba inn því við tímdum ekki að borga), tinu turner dansinn á fullu!!!
HM: mikið um neon ljós og neon töffara og neon gellur....kannski sjá þau spíttið sitt betur þannig..alltaf sömu fordómarnir..skamm!
Kaffi krús: einn bjór :) og fullt af sögum !!!
Á RÚNTINUM: Margir bílar keyra í hringi...græjur í botni...strákar leggja á ská og skoða dekkin hjá hver öðrum...snorri bró með fullan bíl af gellum ;) og svo við með nýja rokkland diskinn hennar Önnu (ekki í botni)

En engu að síður, ótrúlega skemmtilegt kvöld...

Lúðrasveitir settu sinn svip á helgina...það var ein í leikritinu sem ég fór að sjá á föstudagskvöldið, Meistarinn og Margaríta ;)
Frábær sýning!!!! Og gerð eftir frábærri bók...held að allir ættu að lesa hana.
Ég missti nú samt af henni Írisi sem ákvað að skella sér á "djammið" á meðan...hún er líka búin að skíra litlu skessuna sína; Emiliía Hugrún :)
Það er samt fyndið að hugsa til þess að þar sem við sátum og glöddumst saman yfir skírninni þá vorum við alveg sammála um það að trúarbrögð væru undirrót alls ills í heiminum...ég mun því ekki skíra mín börn heldur gera eins og mamma og pabbi; láta börnin ákveða sjálf hvað þau gera :)

Núna ætla ég samt að snúa mér að því að lesa fyrir prófið mitt á morgun...textagreining :/



laugardagur, mars 13, 2004

og um menninguna..

Ég hef verið óvanalega upptekin við að innbyrða menningu undanfarna daga. Á fimmtudaginn fór ég á nemendatónleika í Söngskólanum hennar Höllu og svo fór ég í Hafnarfjarðarleikhúsið í gær.

Sumt fólk á sko bara ekki að syngja!! Þá á ég nú ekki við hana Höllu (sem söng alveg eins og engill, eins og vanalega:) ), heldur suma aðra sem voru að syngja þarna!! Og þetta var svoldið pínlegt því við sátum fremst og vorum það fyrsta sem upprennandi söngstjörnur höfðu fyrir augunum...
Það var samt sérstaklega einn strákur (æj greyið samt)....ég þurfti að passa mig að fylgjast bara með stígvélunum mínum á meðan hann þandi sig. Ég hætti síðan við að segja e-ð við Röggu, því ég var svo hrædd um að fara að flissa... Í hléinu tókum við svo eftir því að foreldrar hans sátu við hliðina á okkur!! gott ég sagði ekkert!!
En það á víst að vera hægt að kenna öllum að syngja....

Svo fór ég nú líka í leikhús....það var samt ekkert deit, þetta var bara með bókmenntafræði, en það var ótrúlega gaman :) Við fórum að sjá Meistarann og Margarítu, gert eftir sögunni hans Bulgakovs....og þetta er svo flott sýning!!!!! Mig langar aftur!!!
Bókin kviknaði einhvernveginn til lífsins þarna fyrir framan mig, nú þarf ég sko að fara að lesa hana aftur...

En ég varð ekkert smá hissa þegar mér var svo sagt að aðalgaurinn í leikritinu, sem leikur Satan, sé giftur henni Sirrý!! Hvað á það að þýða?? Hann er svooo frábær leikari, en hún er aftur á móti leiðinlegasta manneskja sem ég hef séð í sjónvarpinu!!.....en það er víst lítið hægt að gera við svoleiðis..

En allavega..leikdómurinn sem ég þarf að skrifa um þetta leikrit verður fullur af fallegum lýsingarorðum :) ...það hefði samt mátt gera meira úr persónu Behemots, hann er svo fyndinn í bókinni..

Svo er ég nú bara komin á Selfoss í dag.
Hlakka svo til að hitta hana Önnu mína í kvöld :) jibbí!!
Ég fæ smá fiðrildi í magann þegar ég hugsa um það mas :) Ætli við munum ekki sitja á kaffi krús og innbyrða ósköpin öll af kaffi og sykri og mjólk og hún sígarettur og ég óbeinar reykingar..hehehehe, það verður frábært!!

Innan tíðar mun svo ný tónlistargetraun líta dagsins ljós...ég hef verið að kynna mér ýmislegt sem ég ætla að spyrja um :)

A bientot, mes amis...

þriðjudagur, mars 09, 2004

Nú skil ég ekki...þetta blogg hefur stundum eigin vilja...en jæja þið lesið þá bara einu og hálfum sinnum :)
Ég á nokkrar uppáhaldshljómsveitir sem ég verð stundum manísk fyrir...

Núna er það Maus..það kemur reglulega yfir mig svona mausgeðveiki!! Þá verð ég að hlusta á allt efni sem ég kemst yfir með Maus..mér finnst þeir ótrúlega góðir :)
Þar sem ég lá á maganum um helgina þá sá ég þáttinn hans hr íslenski kynþokki 2004 (þar sem tónlistarmenn koma í viðtal..hvað heitir hann aftur??), og í síðasta þætti var einmitt Biggi í Maus. Þá fékk ég einmitt svona Mausmaníu sem hefur staðið yfir síðan þá.
Það voru nú ófá skiptin sem ég og hún Anna mín drukkum saman kaffi eða bjór eða e-ð annað...og drukkum í okkur textana á Í þessi sekúndubrot sem ég flýt :) góðar stundir....
Mér finnst líka Kristalnótt eitt það fallegasta lag sem ég hef heyrt..textinn er svo fallegur. Biggi sagði einmitt í þessu viðtali þarna á lau að hann gæti ekki samið texta án þess að vera persónulegur...hann er samt ekki væminn!! Þetta eru miklu raunverulegri tilfinningar heldur en e-r tilbúin væmnisvæla!!

En hvað um það...þetta er allavega alvöru tónlistarmaður sem þarf ekki e-n Mr. Big (Einar Bárðar) til að segja sér hvað hann á að gera. Það er það sem mér finnst fyrst og fremst gl
Ég á nokkrar uppáhaldshljómsveitir sem ég verð stundum manísk fyrir...

Núna er það Maus..það kemur reglulega yfir mig svona mausgeðveiki!! Þá verð ég að hlusta á allt efni sem ég kemst yfir með Maus..mér finnst þeir ótrúlega góðir :)
Þar sem ég lá á maganum um helgina þá sá ég þáttinn hans hr íslenski kynþokki 2004 (þar sem tónlistarmenn koma í viðtal..hvað heitir hann aftur??), og í síðasta þætti var einmitt Biggi í Maus. Þá fékk ég einmitt svona Mausmaníu sem hefur staðið yfir síðan þá.
Það voru nú ófá skiptin sem ég og hún Anna mín drukkum saman kaffi eða bjór eða e-ð annað...og drukkum í okkur textana á Í þessi sekúndubrot sem ég flýt :) góðar stundir....
Mér finnst líka Kristalnótt eitt það fallegasta lag sem ég hef heyrt..textinn er svo fallegur. Biggi sagði einmitt í þessu viðtali þarna á lau að hann gæti ekki samið texta án þess að vera persónulegur...hann er samt ekki væminn!! Þetta eru miklu raunverulegri tilfinningar heldur en e-r tilbúin væmnisvæla!!

En hvað um það...þetta er allavega alvöru tónlistarmaður sem þarf ekki e-n Mr. Big (Einar Bárðar) til að segja sér hvað hann á að gera. Það er það sem mér finnst fyrst og fremst glatað við þessa stelpuhljómsveit sem á að fara að stofna!!!

Í lok viðtalsins sagði Biggi síðan frá því að hann væri að undirbúa sólóplötu þar sem hann ætlar m.a. að vinna m Skyttunum!!!!! Bestu fréttir sem ég hef fengið lengi :) mér finnst Skytturnar æði!!!!

Dagurinn hjá mér hefur verið ansi heilagur....ég er að lesa Nýja Testamentið og Confessions e Ágústínus, en hann markaði upphaf miðalda og endalok Rómaveldis....hann skírðist 37 gamall og lifði miklu betra lífi eftir að hafa tekið kristna trú..crap!! Eins og það hafi nú breytt miklui!! ég held það allavega ekki..
Af hverju getur fólk bara ekki sameinast um ein trúarbrögð og sleppt öllum þessum deilum, stríðum, morðum og ógeði sem fylgja þeim!!!! Í mínum huga eru trúarbrögð e-ð sem gerir fólk að betri manneskjum...gildir kannski ekki um Ísrael, eða hvað??
Ég get allavega ekki sætt mig við trú á neina ákveðna kirkju fyrr en sú kirkja sem ég trúi á stendur fyrir það sem hún segir!!! og hananú....
Annars segja sálfræðingar hafa sannað að manneskjan búi yfir mestu grimmd á jörðinni..það er allavega nóg af henni í Biblíunni..

Þið þarna sem farið til London á morgun (Fanný) skemmtið ykkur ótrúlega vel!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Vona að þú komir heim með stranga og stranga og stranga af fallegum efnum til að sauma úr ;)

En ég ætla að halda áfram að lesa...in spiritus sancte, hallelúja

...svo má nú ekki gleyma því að þessar stelpuhljómsveitir útkljá deilumálin sín með slagsmálum þar sem hárflyksur og gervineglur fjúka um allt ;)

mánudagur, mars 08, 2004

Eftir að hafa legið á maganum alla helgina þá get ég nú bara ekki beðið eftir því að fara að liggja á bakinu!!!
Ég ætla samt að liggja aðeins meir í dag, það er svo vont veður:) svo þarf ég líka að skila kvikmyndadóm á morgun...þarf að vanda mig við stjörnugjöf og svoleiðis, og líka velja á milli mynda!! Ég fór því út á vídeóleigu áðan og aumingja aumingja starfsmaðurinn!!!
Allar myndir sem ég spurði um voru annaðhvort ekki til eða ekki inni...svo vildi ég líka fá þær á dvd svo ég hefði aukaefnið til að nota í verkefnið mitt...en það er nú ekki aldeilis alltaf hægt!
Fékk samt eina af uppáhaldsmyndunum mínum, the virgin suicides...hún er æðisleg og tónlistin enn betri!! tók líka Spirited away sem fékk teiknimyndaóskarinn. Þá á ég bara eftir að setja upp "fallegu" gleraugun mín og fara í lopasokka :)

kannski á ég góðan dag í vændum eftir alltsaman..

sunnudagur, mars 07, 2004

Sunnudagur...

Skrýtið með fólk sem veit mikið, stundum veit það bara það sem það veit! E-r fer með mikla speki en veit svo ekkert annað en það....eins og að tala um stjórnmál. Flestir vita bara það sem þeir vita um þá flokka sem þeir kjósa, en vita svo ekkert um allt hitt sem er í gangi... frekar heimskulegt að mínu mati, allavega ástæða til þess að forðast að tjá sig um það á þeim grundvelli að vita ALLT um þetta.... Allavega ætla ég að gera það héðan í frá, passa mig að vita ekki ALLT, heldur bara það sem ég veit :)

Þannig ættu blaðagreinar og fréttir og pistlar og viðtöl frekar að byrja á orðunum: Mér finnst... í staðinn fyrir: Staðreyndin er sú... eða Og þannig er mál með vexti... eða: ÞAÐ ER... Þannig er hægt að forðast allan misskilning og heimskulegar alhæfingar birtar með myndum af viðkomandi.

En kannski vita sumir bara allt...það getur líka verið, hver veit??

Markmið vikunnar er að segja bara satt, það hlýtur að vera best bara...
Þannig FINNST MÉR undarlegur atburður hafa átt sér stað í dag...íslenskt gæruhljómsveitaraudition!!!
Fara þær kannski allar í makeover hjá Ruth og danstíma hjá Yasmin áður en fjörið hefst?? held ég hafi aldrei verið jafn fúl og þegar ég keypti bol fyrir nokkrum árum og sá svo Yasmin syngja í alveg eins í sjónvarpinu + alveg eins buxum og ég átti!!!! Kannski var hún að reyna að vera kúl hehehehe ;)
En ætli EB hafi það ekki að aðalmarkmiði að gera þessa tilvonandi hljómsveit að idoli fyrir allar stúlkur landsins...þær eru svoooo góð fyrirmynd, og svo kunna þær allar að syngja líka..
Mér finnst aðalmálið vera að finna hjá sér e-a köllun til þess að búa til tónlist og vilja koma henni á framfæri. Ok þarf ekki að vera mjög alvarleg köllun, en allavega þannig að fólk geri það án þess að hafa e-n svaka bissnezz gæja til að segja sér hvernig best sé að gera það!!!

Þetta er samt örugglega mjög sniðugt fyrir þá sem langar til að verða frægir....en e-ð sem hægt er að hugsa tilbaka með stolti???

(Ný tónlistargetraun í lokin, hver á þennan texta?)
Now, I´ve just got to cut loose
Before it gets late
So I´m going
I´m going
I´m gone







laugardagur, mars 06, 2004

Ofsalega er ég löt og lítil bloggstúlka!!!
Ástæðan er sú að ég er ekki með neitt internet heima hjá mér og þarf að fara á bókhlöðuna til þess að komast þangað....þegar það verður síðan svona gott veður þá er ca. 35 stiga hiti þar inni, and belive me, sumir námsmenn eru svo miklir námsmenn (og konur) að þeir fara EKKI í sturtu!!!!
Lenti allavega nálægt einum svoleiðis síðast og líður ekki vel ef ég hugsa um það !!!

En fyrir viku síðan þá hélt ég einmitt upp á ammælið mitt :)
Það var ofsalega gaman, fór á selfÓÓÓ á laugardaginn, mamma mín (sem er best) bjó til fullt af brauðréttum og kökum og keypti osta og kex og var með allt tilbúið þegar ég kom :)
Svo komu stelpurnar mínar um kvöldið, ekta stelpupartý...
...og eins og gerist stundum þá fórum við á Pakkhúsið (sem ég gef 10 stjörnur fyrir að vera með einstaklega "skemmtilega" tónlist) Ég og Íris vorum orðnar smá valtar en létum það sko ekki aftra okkur frá því að drekka kokteila :)
Sem dæmi um það hvílíkur eðalstaður Pakkhúsið er, þá kunnu gellurnar á barnum bara ekkert að gera neina kokteila þannig að það sem var mest "wild" var malibu!!!!! Oj, hvað það er annars væmið, ég þoli ekki svona kókosdót...en lét mig hafa það í tilefni dagsins !!
Svo var það bara :fiskinn minn, namminamminamm! og rassastórar konur og fullir kallar og menn í leðurjökkum í veiðihug...þangað til ég og Íris létum okkur hverfa inn á klósett þangað til ljósin voru kveikt og allir fóru heim (sumir m stór orð um e-r afrek, aðrir ekki..)
Ég hitti líka mikilmennskubrjálæðing!! Nefni engin nöfn, en þetta var stórhuga piltur...vatt sér skyndilega upp að mér og útlistaði hugmyndir sína um það hvort ég sæi ekki eftir því að hafa farið í bókmenntafræði, þar sem hann sjálfur væri í sagnfræði og ég myndi sko fá miklu MIKLU lægri tekjur en hann í framtíðinni!!!! Hvað heldur svona fólk eiginlega að það sé???
Ég vona bara að greyið átti sig áður en lífsgæðakapphlaupið sýgur allt útúr hausnum á honum...fáviti!!!! Run for your money..

Svo fór ég bara heim að sofa, einu ári eldri og reynslunni ríkari....






föstudagur, mars 05, 2004

Mikið er ég glöð....heyrði áðan í útvarpinu að Pixies kæmu til íslands í maí!!!!!!!!!!!!!!! vííííííííííííííííí!!!!!!

Það er algjört æði..ef ég verð búin að gera allar ritgerðirnar mínar...
Annars er ég bara alveg á haus í bókmenntafræðinni minni, það er samt ótrúlega skemmtilegt...ég gæti samt þegið frí stundum. En það kemur í vor. Vá hvað ég hlakka til!!!!!!