föstudagur, maí 28, 2004

Án karlmanns er ekkert hægt..

Eða það virðast allavega margir halda. Hef svoldið lent í því undanfarið að fólk sé að spyrja mig hvort það "sé ekki e-r í spilinu, eða sigtinu" eða e-u öðru. Ég svona yppi sakleysislega öxlum.."neeeii, ekki núna" og þá fæ ég alltaf sama fokking meðaukmkunarsvipinn.."æj......(vandræðaleg þögn)...en það kemur nú örugglega bráðum" Eins og ég geti bara ómögulega verið til ef ég á ekki kærasta!!!! Skil nú bara ekki svona fávitaskap..mér líður bara ágætlega ein. Þá er ég ekki að meina það í neinum svona kaldhæðnistón sem felur í sér gremju og vonbrigði, heldur líður mér bara vel eins og staðan er í dag...ef svo e-r nógu sérstakur kemur og breytir því þá er það líka bara æðislegt...en heimurinn mun ekki farast þó ég sé ein!!!!!

Annars er ég nú ekkert alltaf ein...ég fór t.d með yndislegu vinkonum mínum Írisi, Önnu og Fanný og sá Pixies á miðvikudaginn. Það var ólýsanlega gaman!!!!! Eftir tónleikana fórum við svo á 22 þar sem Pixies og Violent femmes glumdu í hátölurunum og það var pínu súrrealískt að sitja þarna og hlusta og vera nýbúin að sjá bæði böndin live :) ...en toppar alls ekki Hróarskelduna sem mig langar ennþá svo mikið að fara á, buhuhhuhuhuhuhuhu! ...það verður greinilega að bíða betri tíma og fjárráða, Gyða er að verða skynsamari með aldrinum.

Svo er að renna upp Hvítasunnuhelgi..ég sit hérna í vinnunni og iða í skinninu að komast út og heim og í góða veðrið..kosturinn við að vinna á upplýsingamiðstöð er að ég er búin að fá svo margar hugmyndir um hvað ég get gert í sumar og aðalkosturinn er að ég get oft fengið það ókeypis! í fyrra gátum við farið í fjórhjólaferð á Mýrdalsjökul og í Haukadal og út að borða útum allt ókeypis því við vorum að kanna aðstæður fyrir túristana!! Í dag var mér svo boðið í ókeypis hvalaskoðunarferð!! Það er nú kannski bara ekki svo vitlaust...flytja dótið mitt heim, fara í hvalaskoðun, hitta stelpurnar og eiga bara fína hvítasunnuhelgi :)
jibbí

Ég er allavega komin í leynifélag sem heldur fundi á fimmtudagskvöldum..heheheheeh

þriðjudagur, maí 25, 2004

Túttan!!!

Nýtt orð hefur rutt sér leið inn í íslenskan (eða á ég að segja selfyskann??) orðaforða, en það er orðið tútta. Ef ég skil orðið rétt þá er þetta orð sem stelpur geta tekið sem hrósi ef þær eru álitlegar í útliti. Stelpa sem gengur inn á bar, ber sig vel og vekur athygli karlmanna á svæðinu, má því eiga von á að heyra athugasemdir eins og: "Þú ert nú meiri túttan!", "Hey, er aðaltúttan mætt?", "Djöfull ertu mikil tútta!" ...og fleira í þeim dúr.
Það sem ég skil bara ekki er hvernig fólki, og þá sérstaklega stelpum, dettur í hug að taka þessu orði sem hrósi! Ef mér yrði sagt að ég væri mikil TÚTTA þá færi ég heim og skipti um föt! Þetta snýst nefnilega allt um það hvaða virðingu þú vilt láta bera fyrir þér. Ég kæri mig ekki um að vera kölluð aðeins eftir líkamshluta, það finnst mér gefa í skyn að það sé lítið annað í mig varið annað en tiltekinn líkamshluti!!!
Þið túttur sem eruð þarna úti...pælið aðeins í bókstaflegri merkingu orðsins! Er það fullnægjandi fyrir ykkur að vera bara TÚTTA??

Annars væri líka hægt að yfirfæra þetta yfir á stráka...hehehe
Gaur sem væri flottur væri þá kannski "geðveikur böllur". ´"Vá, djöfull er hann reðurslegur!", eða "Já, ég stóðst ekki mátið hann var svo böllslegur!"

hmmmm.....



mánudagur, maí 17, 2004

vænt og grænt

Mér finnst æðislegt þegar allt verður grænt á vorin. Það gefur mér einhvern ótrúlegan kraft að fara út og þefa af grasinu :) enda er ég búin að opna alla glugga og hurðir til þess að fá vorloftið inn...verst að það er rigning svo ég get ekki viðrað allt draslið hérna inni...en mig langar í útilegu!!

Allavega í bíltúr..þá er ég líka alltaf eins og hálfviti. Það er e-ð með það að keyra og hlusta á tónlist í botni!! Ég fæ alltaf svo mikla útrás við að syngja með og setja stút á munninn og píra augun framan í sólarlagið ;)
Fór einmitt í gærkvöldi og keyrði niður í fjöruna hjá eyrabakka og stokkseyri...ég elska fjöruferðir!! ..(en það ættu allir sem þekkja mig að vita) ;) Daewooinn hennar mömmu virkaði bara vel í hlutverki sínu sem svartur, gamall og ótrúlega kúl amerískur kaggi...og geislaspilarinn hans snorra var ágætur þó hljómgæðin hefðu mátt vera betri. En B.R.M.C., singapore sling og gömlu vinir mínir í deftones hljómuðu samt bara vel. Og ég söng og söng með og tók mögnuð tilþrif í huganum..það er alltaf gott að geta látið sig dreyma svoldið á sunnudögum...

Daginn í dag vil ég svo tileinka honum elsku afa mínum sem er mesta hetja sem ég veit um..hann þraukar þrátt fyrir miklar kvalir. Fór til hans áðan og gat ekki annað en brosað þegar hann reif súrefnið úr nefinu á sér til þess að fá sér almenninlega í nefið :)


föstudagur, maí 14, 2004

Maður dagsins í dag er að mínu mati okkar "háttvirti" forsætisráðherra, Davíð Oddsson, sem tekist hefur, með glæsibrag, að skjóta sig í fótinn í beinni útsendingu áðan í fréttunum. Maðurinn heldur enn fast í fjölmiðlafrumvarpið sitt og heldur því statt og stöðugt fram að það beinist ekki gegn Baugi...
Hann fordæmir það að forseti landsins, Ólafur Ragnar Grímsson, skuli vera kominn heim til þess að taka, vonandi, málin í sínar hendur og neita að skrifa undir frumvarpið. Ástæðurnar eru svo ótrúlegar að ég bara átti ekki orð...Davíð taldi upp hvernig fréttablaðið, DV og stöð 2 hafi fjallað um málið og segir forsetann ekki vera dómbærann á þetta mál því dóttir hans sé að vinna fyrir Norðurljós???!!!
Ok ef það er næg ástæða má þá ekki alveg eins segja frá því að þar sem Davíð Oddsson sé einn af höfuðpaurum Sjálfstæðisflokksins sem er dyggilega studdur af kolkrabbanum, sem m.a. á Morgunblaðið, þá stafi þetta frumvarp hans eingöngu af öfund út í aðra fjölmiðla!!??
Það má líka fletta ofan af þeirri miklu hræsni sem býr í orðum Davíðs um að frumvarpið beinist ekki gegn neinum einum aðila...í hvert skipti sem hann opnar munninn um þetta helvítis frumvarp þá segir hann BAUGUR!!!!!
Það fáránlegasta við þetta allt saman hlýtur samt að vera það að nú þegar fjallað er um málið á alþingi þá kúrir Davíð einhversstaðar útí horni og er hvergi sjáanlegur til að hlusta á rök annarra eða til að svara spurningum þeirra!!
Davíð : Til hamingju með einstaklega lýðræðislega og málefnalega framgöngu í öllu þessu fjölmiðlafári. Það eina sem þú hefur uppskorið hingað til er að gera sjálfan þig að ALGJÖRU FÍFLI!!!!

Ég segi því eins og minn maður Steingrímur, þú ert nú meiri gungan fyrir að þora ekki að svara fyrir þig, og eins finnst mér þú mikil drusla að reyna að rógbera fólk sem stendur í vegi fyrir þér og sjúklegum áformum þínum!!
Gerðu íslensku þjóðinni greiða og farðu á eftirlaun...og prózak!!!!
á tækniöld er allt hægt..
Mas að laga internetið hérna í Úthaganum!! Og kominn tími til!!!! Það hrundi allt hérna með miklum látum þegar Selfossbær varð rafmagnslaus og hefur ekki komist í lag fyrr en í dag...og ég fagna því afskaplega mikið :)

Hef þess vegna verið hálfsambandslaus....

Nú get ég líka sagt ykkur frá stórskostlegu roadtrippi sem við Fanný fórum í um síðustu helgi. Við keyrðum alla leið til hennar Önnu!! Ofsa gaman...kynlausar í sjávarplássi með andsetna morðskó og demantshring heheheeheh (súri húmorinn okkar var rosa vinsæll á kaffi AK..eða þannig!) Fórum út að borða og í listamannapartý og út að "dansa" og svo nutum við þess bara að vera saman :) æðislegt!
Þegar og ef mér tekst það þá get ég sett inn myndir.....en ég lofa engu!

Á leiðinni heim fórum við svo og skoðuðum eyðibýli...það er rosa spennandi. Við ætlum að skoða fleiri í sumar :)




þriðjudagur, maí 04, 2004

Jæja....ennþá minna að gera í dag en í gær...
Ef ykkur langar að hitta mig þá er ég í upplýsingamiðstöðinni í bókasafninu að bora í nefið því það eru engir ferðamenn komnir til landsins og mig vantar að tala við e-ð fólk!!!!! :)

mánudagur, maí 03, 2004

Þungar byrðar farnar loksins!!!
Já það er satt því ég er búin í prófum!!!!! :) vei vei vei..

Og byrjuð að vinna...eini kosturinn sem ég sé við það eins og er er að þá kemst ég á netið...eftir skemmtilegt rafmagnsleysi á Selfossi þá hrundi tölvan okkar og lá við mikilli krísu þar sem ég var að gera lokaritgerð í tölvunni þegar það gerðist! SEM BETUR FER VAR ÉG BÚIN AÐ ÝTA Á SAVE!!! Annars hefði Rafveita Árborgar orðið fyrir miklu manntjóni, grrrrr...

Svo sé ég ekki betur en að stúdentagarðar hafi brugðist vel við kvörtun minni um ósanngjörn vinnubrögð því ég er aftur orðin númer 2 á biðlistanum þeirra :) lífið gæti ekki verið betra ef það reynist satt...en ég veit það ekki alveg ennþá, þarf að kanna það mál..

Annars hef ég eiginlega ekki enn haldið uppá nýtilkomið frelsi...ég gerði reyndar smávettvangskönnun hjá hugmyndasnauðum eigendum Kaffibarsins á Selfossi, en það var nú ekkert spennandi..staðurinn stendur einfaldlega EKKI undir nafni og mér finnst því tilvalið að halda smá nafnasamkeppni hérna á blogginu mínu. Ef ykkur dettur e-ð nafn í hug þá setjið það endilega í comment og ég mun koma því áleiðis :)
Ég fékk nú samt á mig gagnrýni fyrir að þykja of neikvæð gagnvart þessum stað en fólk verður bara að skilja það að sumir hafa aðra staðla en aðrir....staðurinn má vel vera þarna en ég get endalaust pirrað mig á nafninu..

En nóg af skítkasti...ég er farin heim að sauma rauða jakkann minn :)