þriðjudagur, ágúst 22, 2006

Is it love is it coke..

Sko, á meðan fjölmiðlar fara hamförum vegna unglingadrykkju á menningarnótt og dópneysluhvetjandi tónlistarflutnings dr. mister & mr. handsome þá upplifi ég "sorann" annars staðar..nánar tiltekið í fossvoginum.
Ég og Íris ætluðum að anda að okkur fersku lofti í gærkvöldi og fara út að labba..í fossvoginum. Við lögðum bílnum á afskekkt, óupplýst bílastæði og vorum að labba af stað þegar bíll bakkar í áttina til okkar. Ég hélt að þetta væri svona "hey stelpur" gaur þannig að ég stoppaði ekki en Íris stoppaði því henni heyrðist gaurinn vera að biðja um eld. Hann reyndist hinsvegar vera betlandi spítt eða rítalín og var að vonast til að við gætum selt sér..

Þannig að...

miðvikudagur, ágúst 02, 2006

Roadkill

Það verður víst ekki annað sagt en að hér sé alltaf hægt að lesa um ófarir ungrar stúlku...

Í gær hjólaði ég heim úr vinnunni í sól og blíðu og var svona að velta því fyrir mér að fara í sund eða gera e-ð sniðugt í sólinni. Þegar ég á ca 15 sek eftir heim (bý ekki yfir formskynjun og þal ekki fjarlægðarskynjun heldur) þá keyrir kona í hvítum station bíl á mig og ég kastast á bílinn hennar með hjólið mitt í fanginu, hún snarbremsar og ég hendist af bílnum hennar og á götuna eins og sannri hasarhetju sæmir. Hjól og stúlka urðu eitt á götunni í furðulegum haug af útlimum, stýri og beygluðum gjörðum.
Hjólið mitt er ónýtt. Ég er öll marin og blá....Nei ég var ekki m hjálm, er ekki næg refsing að þurfa að fara allar sínar ferðir á hjóli! Læknanemi á bráðamóttöku fékk að þukla mig alla til að kanna hvort ég væri brotin..fékk líka tvær blóðnasir, semsagt tvisvar sama daginn.

Eins gott að Snorri gaf mér sumargjöf í gær, nýja diskinn m Hot Chip...