föstudagur, janúar 14, 2005

Föstudagur til fjár, var það ekki annars?

Djöfull er þetta erfitt, að púsla sér aftur saman og fara að vakna í skólann, borða hollan mat, læra, fá sér frískt loft, þvo þvott, vaska upp, hreyfa sig, hugsa rökrétt og skipulega og og og..

Ég er ekki viss um að mér takist þetta neitt á næstunni :/ búin að sofa 3svar yfir mig í vikunni, ekki borða grænmetið sem ég keypti og vaki ofsalega lengi á nóttunni. Allur sykurinn sem ég innbyrti um jólin er greinilega hægt og bítandi að yfirgefa líkamann og það er vooont!
Helst væri ég til í að búa til bækistöðvar undir eldhúsborðinu (eins og við systkynin gerðum þegar við vorum lítil), með fullt af púðum og sængum og með teppum yfir þannig að borðið er eins og tjald og kúra þar í híði eins og lítill bjarnarungi...mmm. Góðhjartað fólk væri svo velkomið að koma einu sinni á dag og fóðra ungann sinn á pepsi eða kaffi :)

föstudagur, janúar 07, 2005

stardust, ég er glimmerdrottning sem sér ekki út fyrir glitri...


Stödd á Akureyri um þessar mundir í góðu yfirlæti hjá henni Önnu minni...lyklaborðið á tölvunni hennar knáu er aðeins að stríða mér en það kemur vonandi ekki að sök..
Hér hef ég komist að ýmsu um sjálfa mig og líka bara notið þess að hafa smá tíma til að rækta það mikilvægasta í heimi, vináttuböndin! Ég er þess fullviss að ég snúi aftur heim með norðlenska visku í farteskinu og fallegar minningar....aftur heim í nagandi kvíðann sem fylgir því að vita ekki um einkunnirnar sínar.

Kíki á hverjum degi en aldrei kemur neitt..eins og að bíða eftir símtali frá HONUM!!! trúi ekki að ég sé svona illa svikin af lærimeisturum mínum, snökt..

þriðjudagur, janúar 04, 2005

á nýju ári..

Það kemur margt upp í hugann, hugs hugs :)
trúið orðum fisksins, það stendur mikið til, en spyrjið að leikslokum hvort eitthvað varð úr því...ég vona það besta!

Kvaddi gamla árið á viðeigandi hátt með fjölskyldunni minni og síðar um kvöldið kom áfengi, slitnir skór, dans, heitur pottur, perukoníak og blaut föt við sögu...

takk fyrir mig ;)