sunnudagur, apríl 30, 2006

...

Ég hef ekkert á móti fermingum í sjálfu sér. Finnst bara fyndið hvað þessi stórmerkilega trúarlega athöfn er blásin upp í neyslusamfélaginu sem viðgengst hérna á Íslandi. Gjafirnar og brjálæðið í kringum þetta verða alltaf stærri og stærri á meðan kristilegt inntak í sálum Íslendinga minnkar...eða hvað?
Ferming staðfestir trú manns á Guð og samkvæmt kirkjunni sem við tilheyrum þá eigum við að hugsa um náungann og svona...hver gerir það sem er nýbúinn að fá psp, nýtt rúm og 200þúskall??

föstudagur, apríl 28, 2006

I don´t want to work, I just want to sleep

Hef samt ekki yfir svo miklu að kvarta því eins og staðan er í dag þá er bara eitt próf eftir, ég er búin 3.maí, það eru 1345 kr. inni á kortinu mínu, það reddast því það eru að koma mánaðarmót, það eru 62 dagar þangað til Hróarskelda hefst, en þangað fer ég, ég keypti kjól í dag, og pils, og jakka, skammast mín...jújú smá, það verður líka gaman 6.maí..og líka kl 12:15 3.maí því þá verður fyrsti drykkur til heiðurs góðu sumri teygaður og ég hlakka svo til:)

sunnudagur, apríl 23, 2006

paint it black..

Það dimmir með reglulegu millibili yfir og gengur á með éljum úti..ég er fegin að vera inni í svörtu hangsfötunum mínum með svartan maskara síðan í gær niður á kinn. Síðan ég vaknaði hef ég innbyrt 4 kaffibolla, 2 kókglös og lakkrísrúllu; maginn hefur nóg að gera við að melta alla þessa dökkleitu fæðudrullu. Það er e-ð svart undir nöglinni á vinstri löngutöng...ég á ýmsar svartar syndir í farteskinu og þar á meðal ritgerðina sem þarf að vera búin fyrir miðnætti á morgun.

Þess vegna ætla ég að fá mér hvíta kisu...

mánudagur, apríl 10, 2006

motherfuckers wanna get with me, lay with me, love with me...

Ég bíð spennt eftir nýrri plötu frá Peaches, ætlaði ekki að hætta að hlæja þegar ég las titlana á lögunum, t.d ,,tent in your pants" það er nefnilega staðreynd að það er til þónokkuð af þessum gaurum. Máli mínu til sönnunar ætla ég að segja ykkur sögu.

Nýlega var ég í iðnskólanum í pásu í búningasögu. Til að drepa tímann fór ég og fékk mér kaffi og rölti svo með það fram þar sem ég hitti huldu. Við sátum hinar rólegustu þangað til okkur verður skyndilega litið til hliðar á strákgrey sem situr við tölvu. Hann var e-ð svo kjánalegur greyið, allur samanhnipraður við skjáinn og það var ekki fyrr en við sáum skjáinn að við vissum af hverju; hann var í pásu og notaði hana til að skoða sílikonbrjóst.

Afleiðing: Tent in his pants!

sunnudagur, apríl 09, 2006

Að hlusta á Coldplay veldur heiladauða..þess vegna ætla ég að segja ykkur sögu sem ég heyrði í gær

Einu sinni voru tvær tyggjókúlur sem ákváðu að fara í bíó. Þegar þær voru komnar í bíóið varð annarri kúlunni skyndilega mál að pissa svo hún fór á klósettið. Inni á klósettinu heyrði tyggjókúlan snökt og hún varð svo forvitin að hún opnaði hurðina og rak þá augun í hangikjöt sem sat þar grátandi. ,,Af hverju ertu að gráta litla hangikjöt?" spurði tyggjókúlan varlega, hangikjötið leit þá upp og hálfveinaði: ,,Af því að ég kann ekki að hjóla!!"

föstudagur, apríl 07, 2006

I don´t want what you want, I don´t feel what you feel..

Svo segir fólk mér að tilfinningar og raunheimur séu ekki einn og sami hlutur...ég leyfi mér að setja spurningarmerki við það. Kannski ég geti farið út úr sjálfri mér og skilið eftir svona hulstur sem fer í skólann og í vinnunna, kúkar, djammar og sefur á meðan my emotional self verður í felum inní geymslu þar sem skiptist á skin og skúrir...eða hvað??? Ég hugsa þess vegna er ég sagði Descartes..forsenda hugsunar er að finna ástæðu til að hugsa...er það ekki yfirleitt tilkomið vegna ákveðinnar tilfinningar...?

Það er allavega gleði í dag...ég er komin í páskafrí, ég keypti mér dót í dag, ég borðaði ferskan ananas, ég er með hellur í eyrunum og ljúfar minningar frá stórkostlegum tónleikum gærkvöldsins og ég þarf ekki að vinna um helgina!