sunnudagur, september 25, 2005

these games we play...

Jám, ég var "klukkuð" af henni lenu :) lena mín það tók mig smá tíma að fatta hvað þetta djö klukk væri, hélt þú værir bara svona funny að segja klukk við mig, hehehe

1. Ég er Gyða og orðin 23ja, óviss um framtíð nútíð og fortíð en hef það oftast ágætt sem single fiskur í hamingjuleit.

2. Ég er að safna hári (á hausnum) og skóm. Það er bæði tímafrekt og dýrt áhugamál.

3. Ég átti aldrei buffalo skó þó ég sé frá selfossi en ég hef átt þónokkur ljósakort. Árangur hefur þó látið á sér standa því ég fæ yfirleitt bara freknur og bleikar rasskinnar.

4. Stundum er ég dómhörð og ofurpirruð, stundum glöð og kát, stundum hata ég allan heiminn og stundum fæ ég ekki nóg af lífinu...markmiðið er að upplifa sem flestar tilfinningar á einum degi og ráða við það!!

5. Ég myndi deyja ef ekki væri til: tónlist, coke light, blingbling, smirnoff vodki m klökum og vatni og mynd sem heitir kevin & perry go large, hahaha :) ..já og fólkið sem ég elska auðvitað!
EF ÞIÐ SJÁIÐ APPELSÍNUGULAN FLOTTAN SKÓ ÞÁ Á ÉG HANN, TAKK!!

Ég splæsti í airwaves miða í vikunni og ég er farin að hlakka til. Það verður geðveikt að sjá juliette lewis, úff hún er svo flott!!! Já og allt hitt líka, ég er samt ekkert að missa mig yfir babyshambles eins og svo margir aðrir því ég hef voða litla trú á þeim, en það má alltaf afsanna það :)

Í gær mættum ég og halla gaur með gítar á bakinu og sólgleraugu á nefinu. "Stelpur, er ég ekki alveg eins og tónlistarmaður??" sagði hann. Ég velti því fyrir mér eftirá hvað það hlýtur að vera mikið til af fólki sem gengur svona um götur hlaðið e-u sem það er svo kannski ekki. Fyndið samt að búa sér til svona stöðutákn, við gerðum geðveikt grín að þessu, sérstaklega þar sem halla hélt á nótnablöðunum sínum, hún hefði getað boðið honum að taka einn dúett!

Sumir eru kannski bara svo töff að þeir labba alltaf með gítar á bakinu, hvað veit ég..

miðvikudagur, september 21, 2005

jaasvei..

Djöfull sýndum við Íris á okkur góðar hliðar um helgina!!
Niðrí bæ blindfullar að bjarga fólki í ástarsorg. Fundum einn gaur sem lá grenjandi á barnum á 22 og einblíndi á giftingahringinn sinn. "Hún yfirgaf mig" sagði hann og afsannaði þar með fyrri blogg þar sem ég hélt að konur væru alltaf yfirgefnar..konur eru greinilega líka yfirgefarar! Greyið var frá e-m firði útí rassgati og við aumkuðum okkur yfir hann þvílíkt lengi...
...En að sjálfsögðu kom það í ljós að hann bjó EINU SINNI í þessum firði fyrir langa löngu og jú, svo var hann líka bara þegar upp er staðið að reyna við okkur! Þannig að hér var ekki neinn ástarsorgarsveitamaður heldur bara hardcore gaur með allar klær úti til að ná sér í gellur...er svona að spá samt hvort hringurinn sé alvöru eða bara partur af veiðigallanum????????

Allavega við stungum hann af og héldum á vit annarra ævintýra....og skemmtum okkur vel ;) like always

Það kom mér samt á óvart hvað við vorum sætar í okkur þó ég segi sjálf frá:)

Get samt ekki sagt að ég sé saklaus af svona fylliríislygum, ónei...en ég hef samt aldrei verið gift!

föstudagur, september 16, 2005

Bad hair day...

í dag útaf allri rigningunni! Ég skrópaði í prófi í AHL-123 en vaknaði hálfníu m samviskubit og fór á fætur.
Það sem hélt mér vakandi voru femínísku bókmenntarannskóknirnar hennar helgu kress. ekki að kenningarnar séu alltaf uppörvandi: "konur eru á endanum alltaf yfirgefnar!!" en það er gaman að þessu samt.

Er að spá í að drekka mig fulla á eftir og slaga e-ð niðrí bæ með Írisi...við erum svo yfirgefnar ;)

sunnudagur, september 04, 2005

....

Ég veit varla hvað skal segja ég er enn að jafna mig síðan í gær...Auður átti ammæli og í tilefni þess brunaði ég á selfoss e vinnu til að hitta hana og huldu og gera e-ð sniðugt.
Niðurstaða: Pakkhúsið þar sem óheyrilega leiðinlegt band hélt uppi "stuðinu"
Stuðið: Gaur á typpinu! Feitur kall að gera nr2 á kvkklóstinu! Playlisti sem olli því að ég velti því fyrir mér á tímabili hvernig mér tækist að kafna í eigin ælu! Sleazy og ljótar gellur káfandi á gröðum gaurum!!! And the list goes on and on...

Og aumingja elskan mín hún auður að eiga afmæli á þessum degi! Ef ég gæti e-u breytt í mínu lífi þá myndi ég þurrka þetta kvöld úr minningunni!

Ég get þó huggað mig við það að í gær sá ég fólk haga sér á svo ótrúlegan hátt að ég efast um að mér takist að halda andlitinu næst þegar ég hitti viðkomandi aðila á förnum vegi.....og hláturinn lengir lífið ;)