sunnudagur, október 31, 2004

shit happens líka í verslunarferðum..

Til Danmerkur eftir 6 daga og nokkra klukkutíma :) Ég er þónokkuð farin að hlakka til og huga að undirbúning. Þarf t.d. að finna hæfilega ferðatösku til að taka með mér...e-a sem hægt er að troða nóg í, því ekki má ég sleppa því að skoða í búðir og kaupa allt sem hugurinn girnist. Er það ekki líka einkennismerki Íslendinga í útlöndum; kaupæði??
Minnist þess þegar foreldrar mínir fóru til Dublin í helgarferð og pabbi var alveg rasandi yfir einni konu sem fór og keypti 10 stk af gallabuxum...grey konunni til málsbóta þá voru þetta nú levi´s buxur, örugglega 501 því þetta var ca ´94..

Á milli þess sem ég gramsa í bílskúrnum eftir tösku og tel saman allt hugsanlegt fjármagn til að skipta í danskar krónur þá get ég ekki varist þeirri hugsun hversu langt sumir eru tilbúnir til að ganga til að kaupa það sem hugurinn girnist..

Ætli friðargæslumönnunum okkar knáu verði hugsað til 11 ára gamallar betlarastúlku í Kabúl, eða bandarísks kvenkyns hermanns sem báðar létu lífið í sprengjuárás sem gerð var í Chicken street???? Eða ætli þeir hugsi með sér, "jæja, shit happens!! Við munum að skipta um föt næst áður en við förum í verslunarferð" Eða sýnir þetta etv ótvíræð gæði írakskra teppa?? Þrátt fyrir skýr fyrirmæli um að einstaklingar í hermannafatnaði ættu ekki að vera á ferðinni á þessari götu þá stóðust þeir félagar ekki mátið því þeir urðu að skoða sig um og finna sér e-a minjagripi..
á meðan líkin kólna í Írak vona ég að þeir geti yljað sér undir teppi, komnir heim með þjóðhetjustimpil og kannski næstu fálkaorðu fyrir fádæma heppni að hafa ekki orðið sprengjum að bráð!!!

Shit happens, þeir sem gerðu árásina rugluðust og drápu tvo saklausa einstkalinga í stað þess að murka lífið úr kaupóðum Íslendingum sem brutu reglur er vörðuðu líf og dauða...kennir það okkur ekki að vera betur undirbúin áður en við förum útí búð, það er aldrei að vita hvað getur gerst..

..og til að toppa okkar eigin kaupsýkisstimpil þá legg ég til að Ósóma hefji framleiðslu á bolum eins og þeim sem friðargæsluliðarnir klæddust þennan örlagaríka dag, því eins og þeir segja sjálfir í mogganum þá er þetta nokkuð "fyndið" orðatiltæki: chicken street, shit happens!!

...stundum skammast ég mín fyrir að vera Íslendingur :/

miðvikudagur, október 27, 2004

Sniðug pæling..

Konur skortir hið fallíska vald, bæta þær við, og sá mismunur veldur kvíða sem markar ritun kvenna djúpt: "Með hvaða líffæri geta konur búið til texta ef penninn er myndhverfing fyrir getnaðarlim?"

....segja Gilbert og Gubar í Ritinu um femínisma

Jah ég veit svei mér ekki, ætli flestar konur búi ekki til texta með því að hugsa og nota heilann?? Ég kýs að líta írónískt á þessa fullyrðingu og get sagt það í hálfkæringi að karlmenn virðast þá aðeins hafa tækin til að gera texta skv þessu...hvergi er minnst á vitsmuni né heila ;)

Það er líka fyndið að síðar í greininni segir höfundurinn, Elaine Showalter, að henni detti helst í hug að líkja kynfærum kvenna við tölvu..tengdi það því að setja inn og taka út upplýsingar, eða e-ð í þeim dúr :)

Barátta kynjanna hefur skipt um vígvöll, er nú háð á skrifborðinu...er hægt að líta allegórískt á fleiri tæki, t.d. tippex eða gatara???

þriðjudagur, október 26, 2004

Mín skoðun á airwaves!

Þær eru eflaust ófár úttektirnar sem má lesa um síðustu helgi...ég verð nú að segja það að ég er tiltölulega ánægð með þetta allt saman fyrir utan eitt...allt fólkið sem var ekki með armbönd!! farið heim heimska fólk hinir eru allir búnir að borga fyrirfram og eiga ekki að standa í röð!! Kannski er þetta bara mín óþolinmóða og ósanngjarna hlið en ég var helvíti fúl þegar ég ætlaði á nasa að sjá trabant og það var eins og verið væri að opna nýja ELKO verslun í kringlunni...röðin var lööööööng og allstaðar var fólk að tala um hvort það væri ekki hægt að borga sig inn :( urrrrr ég varð svoldið vond. Íris og Heiða og Lena þurftu líka að fara inn bakdyramegin á Gaukinn þrátt fyrir armband því það átti bara ekki að hleypa þeim inn...
Ég verð því bara að taka málin í mínar hendur og útbúa tvær raðir á næsta ári, fyrir hálfvitana og okkur hin ;) ...nei ég er að grínast, en allavega væri það sanngjarnara!

Tónlistin er samt auðvitað það sem máli skiptir..og það var nóg af henni!! Ég sá margt skemmtilegt og var sérstaklega hrifin af The Stills. Þeir sækja áhrif sín víðsvegar í margar af betri sveitum og það var því frábært að heyra í þeim. Mér fannst líka gaman að sjá Singapore Sling, það veldur sjaldnast vonbrigðum :) Yourcodenameis:milo komu á óvart...þeir voru góðir en ég bjóst við meiru. The Shins voru frábærir!!!! rosa skemmtilegt band..mínus: jah, svona ok, jújú en kannski kominn tími á nýtt prógram? Lifa svoldið lengi á þessu sama halldór laxness þema sínu.. og svona get ég haldið áfram að telja.. Annars held ég að það sé ómögulegt að sjá allt sem mann langar, ég missti allavega af helling! En ánægð samt með það sem ég sá :)
Fór á föstudaginn á Kerrang kvöld á gauknum, eftir stutta viðkomu á Kapital og svo aftur á gaukinn á laugardaginn. Með í för voru ofurpæjurnar Íris, Fanný, Heiða og Lena og við skemmtum okkur bara afskaplega vel...sérstaklega á laugardaginn ;)
Eftir að allt var búið fórum við svo á 22 og gerðum það sem ætlast er til af fólki niðrí bæ um helgi; drukkum okkur mökkölvaðar...innan um skátafélagið Leiknir og fleiri furðufugla (með fullri virðingu fyrir skátum, þeir dansa samt svoldið skringilega...kannski e-ð sem er kennt á Úlfljótsvatni, hver veit?)

Og núna líður mér eins og virkilegri námskonu; búin að skila af mér heimspekiritgerð (degi of seint samt) og finnst ég búin að sigra heiminn :) samt aðeins dropi í hafið Gyða mín...var að hugsa um það um daginn hvort ekki væri hægt að nýta e-ð af þessum kennurum í verkfalli til að sitja yfir fólki eins og mér og láta það læra?? Mér líður yfirleitt betur ef ég er í námsvænu umhverfi og hvað er betra en alvöru kennari í flókainniskóm? Verst að mamma er búin að vera ofurbusy síðan þetta allt byrjaði...hún er búin að nýta tímann við að föndra+skrifa öll jólakortin, já ÖLL, baka, þrífa allt frá toppi til táar og fleira og fleira..býð henni bráðum í heimsókn til mín..það er komið ryk ;)

Þrátt fyrir lítinn lestur þá gef ég mér samt alltaf tíma í önnur verkefni...ég er komin í ritnefnd Torfa með Gretu og Atla og líst bara vel á það samstarf... það er hægt að lesa blaðið á heimasíðu Torfhildar sem finnst ef farið er inn á www.hi.is~torf :) ´

...can´t you see what you´ve done to my heart and soul? It´s just a wasteland now!

Hrifin af þessari línu og disknum í heild sinni; antics með interpol. Ekki mikil breyting frá fyrri disknum en það er líka allt í lagi, sumu þarf ekkert endilega alltaf að vera að breyta...

fimmtudagur, október 21, 2004

Tarot spil..

Magnað, ég dró nokkur spil og allt sem á þeim stóð passaði svo vel. Ekki akkúrat samt það sem ég vildi heyra...ég hef líka tilhneigingu til þess að hugsa bara ég og mig og gott fyrir mig og fleira í þeim dúr. Kannski til að hlífa mér við sársauka, kannski bara því ég trúi því...? Öll spilin voru sammála um að ég ætti að hefja nýtt tímabil, leyfa fortíðinni að fljúga sína leið.... ef það væri nú bara svona auðvelt að sleppa henni frá sér, án fortíðarinnar finnst mér ég ekki eiga neina sögu, ekki vera neitt mikið, ein lítil Gyða í öllum heiminum??

Það kemur kannski að því seinna...


mánudagur, október 18, 2004

Dk 19 dagar...airwaves 3 dagar!!!!!!!!

Niðurtalning er hafin og ég er ótrúlega spennt :) Verst að ég uppgötvaði það nýverið mér til mikillar skelfingar að ég hef ekki hugmynd um bókunarnúmerið mitt og Soffíu til Danmerkur :( ég prentaði út e-a staðfestingu þegar við bókuðum flugið og svo ætlaði ég alltaf bara að geyma þetta af því það var hvorteðer inná póstsvæðinu mínu....hmmm svo hvarf pósturinn minn allur um daginn!!! Póstsvæðið hrundi or something??? Þannig að við höfum ekkert bókunarnr og ekki hugmynd um neitt lengur.....æjæj en við hljótum nú samt að komast á leiðarenda, ég trúi ekki öðru :)

Anna mín var svo elskuleg að láta sjá sig réttu megin á landinu um helgina, hún kom semsagt hingað frá Akureyri blessunin til að fagna þrítugsafmæli bróður síns :) Við fórum þrjár, ég, hún og Fanný út að borða á Tapas á föstudagskvöldið...mmm það var svo gott!!!!!!!! Pöntuðum helling af allskonar smáréttum og nutum þess að borða saman, þetta var alveg æðislegt!!! Ég fór svo með Önnu út á flugvöll í gærkvöldi, snökt snökt, af hverju er ekki gefið vetrarfrí í þessum blessuðu háskólum svo vinkonur geti hist???
Það er reyndar svokölluð "æfingavika" hjá mér í þessari viku...en það er svo mikið efni sem þarf að fara yfir í stefnum og í menningarfræði þannig að ég fæ ekki frí þar heldur bara í heimspekinni...verður bara að hafa það, ég ætti kannski að fara að opna bækurnar mínar til tilbreytingar og lesa e-ð..


sunnudagur, október 10, 2004

Vicious

Það kemur e-ð yfir mig þegar ég hlusta á þetta lag mér finnst það svo skemmtilegt... veit ekki hvað það er en ég fæ oft svona lög á heilann og þá er ekki nokkur leið að losna við þau. Þau verða bara að fá að fjara út af sjálfu sér... og á meðan er ég heltekin og hugsa vart um annað en að fá tækifæri til að hlusta á lagið. ...líf mitt í hnotskurn; andlega heltekin af óáþreifanlegum hlutum!

Annars er ég búin að hafa það ágætt búin að mata sjálfa mig á misgóðum myndum og pepsi. Ég var búin að gleyma því hvað bíómyndir geta verið góð afþreying...þar er hægt að hverfa inní annan heim í smástund og gleyma sínum.

Listi helgarinnar er eftirfarandi:

-Starsky & Hutch
-Edward Scissorhands
-Braveheart
-Cold Mountain
-Secrets & Lies....sem ég er reyndar ekki alveg búin með ennþá

hmmm..uppúr stendur Johnny Depp sem viðkvæmnislegur og yndislegur Eddi klippikrumla (svo ég noti nú íslenskuna), á skjön við samfélagið en þó eins og yfir það hafinn. Tim Burton er fraábær leikstjóri og ég get horft aftur og aftur á myndirnar hans, uppfullar af ímyndunarafli og öfgum. Næsta verkefni er að sjá allar Batman myndirnar aftur :)

Verst að ég er örugglega búin að beygla sjónvarpsgleraugun mín með því að liggja alltaf á hliðinni ofan á spönginni, þau pirra mig allavega það er eins og ég sé með mishá eyru því þau eru svo skökk :/

Ég er nú samt ekki alveg búin að innipúkast alla helgina...ég fór í útskriftarboðið hennar Gróu í gær og sá þar eitt flottasta hlaðborð sem ég hef séð!!! Veisluþjónustur hvað! Skildist að þetta væri allt heimagert bara....hvað er orðið um húsmóðursgenið í minni kynslóð?? ég gæti í mesta lagi gert bolluna...
Núna á fólk bara hús án húsmóðurhæfileika eins og Auður mín sem gerir heimsins bestu sjávarréttasúpu en er bara nýbúin að læra að sjóða hafragraut hahahaha ;)

...og nú er ég farin í sund


föstudagur, október 01, 2004

Breyttir tímar...og bestu vinir

Eins og er finnst mér ég vera eins og lítið laufblað í sviptivindi...sviptivindurinn mun þá vera lífið mitt sem er alveg að fara með mig þessa dagana. Ef ég væri nú ekki heppin að eiga vini hvar væri ég þá :)

Það eru ekki allir eins heppnir, sumir eiga jafnvel enga vini eða bara vini sem hlusta aldrei. Ég hef undanfarna daga tekið í sátt Lindu Pé auglýsingarnar um "það getur öllum liðið illa (dramtískt augnaráð og talar ofsalega hægt)" vinalínuna sína. Ég meina, fólk verður að geta leitað til einhvers...það versta í heiminum er að bera harm sinn í hljóði!!

Mér finnst ég því vera mjög heppin með fólkið í kringum mig...það er sko alltaf e-r sem nennir að hlusta og hjálpa og styðja og hugga :) takk fyrir það!!!!!!!!!!!!!!