mánudagur, desember 26, 2005

heihei

E-staðar heyrði ég að ef hægt er að halda blýanti föstum undir brjóstunum á sér þá er viðkomandi kominn með lafandi túttur!...bara svona láta ykkur vita í tilefni þess að enn eitt árið er að koma, and we aren´t gettin any younger ;)

Jám...Annars elska ég jólin og allt þeim viðkomandi...það er samt spurning hve lengi þetta letilíf á að endast, er alveg farið að langa að gera e-ð sniðugt, blikk blikk

þriðjudagur, desember 20, 2005

já og anna mín...þú minnir mig helst á lítinn kiðling, ofsalega fíngerð m fallegu útlimina þína, en alltaf á stökki á milli staða því það er svo mikið að gera hjá þér:)
Hei ég ætla að vera með í rosa sniðugum leik!

Þetta eru spurningarnar:

1. Ég segi þér eitthvað handahófskennt um þig


2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig


3. Ég segi þér eitthvað sem meikar bara sens fyrir mig og þig


4. Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér


5. Ég segi þér á hvaða dýr þú minnir mig á


6. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef velt lengi fyrir mér um þig


7. Ef þú lest þetta þá verðuru að setja þetta á bloggið þitt!


og síðan þá segið þið það í kommentin ef ég á að svara...allavega þetta sagði Anna sæta um mig:

1) Þú ert yndisleg!!
2) Sorry en ég hugsa alltaf um þig þegar ég heyri Love will tear us apart með Joy Division...minnir mig bara á góða dans tíma sem við áttum forðum daga
3) Unicorn!!! Tvíburar!! og svo endalaust meira....hehehe
4) Fyrsta minningin er frá Selfossi, þú örugglega nýflutt að leika við Jónínu með kringlótt gleraugu og fallega rauða hárið þitt
5) þú minnir mig vitanlega á kisuling
6) Mig langar að spyrja þig hvað þú ert með marga klukkutíma í sólahringnum???
7) N+u þú á þinni síðu!!

haha Anna þú ert sniðug;)...og ekki sú fyrsta sem manst e mér og love will tear us apart..guð minn góður!
Þetta finnst mér um þig:

1)Ég hef alltaf getað treyst þér fyrir ÖLLU no matter what!!
2)sko...ég verð að segja Luftgítar með Johnny Triumph, það rokkar enginn eins og Anna í luftgítar ;) já og Aisha m Death in Vegas og Iggy Pop, það var stuð í litla tryllitækinu þínu, sérstaklega þegar við festum okkur í skafli á leið til skómsmiðs og sönnuðum hvað við værum máttugar meyjar. (má ekki annars segja tvö lög?)
3)Hoooojjjj ka´segiru????
4)Einu sinni hélt mamma að þú værir ég að labba nauthagann heim úr skólanum...og ég fór að njósna um hver þú værir. Held það hafi verið þegar þú varst í 8.bekk og ég þekkti þig ekkert. Og fyndið þú varst líka m rautt hár...og gleraugu :)
5)Anna, af hverju ekki kók? í alvöru talað??

mánudagur, desember 19, 2005

Blessuð jólin

Ég er skyndilega farin að sjá það fyrir mér hvernig það verður að komast í jólafrí...ég er farin að krafsa uppúr glósu og heimildahrúgunni sem hefur fylgt mér undanfarið og held ég nái kannski bara að klára þetta á réttum tíma :) Það eru allavega komnar 2 bls af 10 í ritgerðinni sem ég þarf að klára fyrir 5 á morgun...


krossum putta

sunnudagur, desember 18, 2005

get ekki haldið í mér lengur!!!!!

Ég var búin að lofa sjálfri mér því að hafa enga skoðun á ísl bachelornum en þetta er búið að ganga yfir mig í bylgjum og ég bara get ekki haldið í mér lengur!!!!
Hversu ömurlegur var þessi lokaþáttur ég á nú bara ekki orð. Skil ekki hvað er að þessum gellum að sitja þarna allar í röð hjá Sirrý þykjast vera æðislega töff gellur að ætla að sko að gera gaurinn kjaftstopp þarna í beinni en koma svo auðvitað út eins og bitrar, grenjandi aumkunarverðar gellur í staðinn! Hann valdi ekki ykkur, deal with it!

Ekki það að bachelorinn sjálfur sé í neinu sérstöku uppáhaldi hjá mér, búinn að lifa í vellystingum útá það eitt að geta reynt við stelpur í sjónvarpinu og eytt í það peningum eins og mofo á meðan börn svelta í heiminum og ísl fjölskyldur geta varla haldið jól saman...

Og til hvers er þetta allt saman?? Það er ekkert raunverulegt við það að deila strák m 20 gellum og fara á rúntinn í limmu eftir að hafa verið gerð sæt af hárgreiðslumeisturum og mac förðunarpíum. Svo ég tali nú ekki um það að leika sér að tilfinningum fólks. Er ekki markmiðið m þessu að ná eins mörgum emotional outbursts eins og hægt er og endursýna það svo milljón sinnum? Sá allavega einu sinni auglýsingu fyrir þennan blessaða þátt þar sem það var sýnt í slowmo þegar ein gellan stóð grenjandi eins og fáviti og fór svo að taka utanum alla eins og hún ætti lífið að leysa....

Anyways..bachelor ekki fyrir mig, væri frekar til í að horfa á best of Allt í drasli

sunnudagur, desember 11, 2005

ERU FEITAR KONUR ÉTNAR??

Jájá þið megið túlka þetta að vild en þetta er uppáhaldssetningin mín:) Sniðugt með svona setningar, þær breyta algjörlega um merkingu eftir því hvert samhengið er...

Annars segi ég bara heimapróf, ritgerð, ritgerð...og alltaf gaman að því þegar þessu fylgir kvef, hálsbólga, hiti, raddbönd sem týnast, 5 daga pest, hor, tissjú og klósettpappír, endajaxlar að brjótast í gegnum tannholdið (já ég er 23ja og ennþá að taka tennur), annað fólk sem vill djamma því það er búið í prófum (garg), vinna, jólahreingerningar, skortur á mat í ísskáp, bilaður bíll og bad hair day!!!!!!!!!!
Ég á að það til að verða eins og svona snjóbolti sem rúllar ef það er mikið að gera hjá mér; þá fer ALLT í vaskinn.

Staðan í dag er þannig að ég get talað (vei) en ekki ennþá andað. Ég er að vinna en á að vera að læra, ég veit hver miss world er því ég sá það frekar en svara spurningum í femínískum bókmenntarannsóknum, er líka fróðari um typpastærðir sem vinkonur mínar hafa séð eftir að hafa frekar talað um það heldur en að læra, allt snýtubréf er búið og ég nennti ekki útí búð heldur snýtti mér í skærbleikar servíettur og endaði á að fara m ansi bleikt nef í vinnunna :/

...Why me!!!??