laugardagur, júlí 23, 2005

gellu report...

Sit hér enn og aftur í svuntunni í vinnunni minni (eini staðurinn þar sem ég kemst á internetið) og var að gera rosa uppgötvun...ég hef engan hitt í svo langan tíma að ég er að verða skelfilega einmana!!! Allur minn tími virðist fara í það að vinna, þetta er ekki nógu gott:/ Ég á samt ekki annars kosta völ..launin hér eru víst ekkert til að hrópa húrra fyrir og því um að gera að taka allar aukavaktirnar!!

En það stendur til að bæta úr þessu...ég fór t.d m írisi á dillon í gær, sátum í makindum m light coke og rör á föstudagskvöldi á meðan aðrir gestir urðu sífellt fyllri og fyllri. Fyrst ég var m athyglina í lagi þá náði ég "óvart" að heyra svoldið sniðugt. Td sátu meðlimir ákv hljómsveitar stutt frá og voru mikið að spá í því hvort þeir væru búnir að meika það sem mesta rokkið í rvk. Því fl bjórar því meiri sjálfsálit segi ég nú bara ;)

Ótrúlegt en satt þá er svo verslunarmannahelgin bara næstu helgi!! Held ég sleppi þjóðhátíð, þangað hef ég heyrt að fari mikið af óábyrgum of gömlum helgarpöbbum sem ég nenni ekki að tala við. Innipúkinn hljómar meira spennandi..þá þarf ég heldur ekki að sofa í tjaldi heldur get ég skrölt uppí rúmið mitt (og við skulum vona að það takist því ég ætla ekki að slá nýtt met í innipúkahneykslum) ;)

laugardagur, júlí 09, 2005

Svuntuþeysir or something..

Er á minni fyrstu helgarvakt og fæ ekki msnið til að virka í þessari drasl hp tölvu sem líklega er frá árinu ´97, grrr!
Við hljótum að vera foxy gellur því einn gamli kallinn kvartaði undan því áðan að honum stæði alltaf svo mikið..og ég er ekki að grínast með þetta!!! Búningurinn minn er röndótt hvít og græn svunta og svartir gúmmihanskar, yep hlýtur að vekja upp mikla standpínu..

Kannski jafn mikinn bóner og ég fékk á tónleikunum í síðustu viku, úff!! Ekki af því dave grohl eða josh homme séu neitt sexý heldur bara það er svooo gaman að fara á góða tónleika!! QOTSA áttu kvöldið algjörlega, ég fíla þau allavega betur en foo fighters...hvað er samt málið m íslendinga af hverju þurfum við alltaf að klappa inní lög?? Ég fékk sömu aulahrollstilfinninguna og á kvöldvöku í Fsu forðum daga þegar Sigur rós komu og allir voru alltaf að klappa á vitlausum stað. Það endaði með því að þeir voru farnir að flissa uppá sviði og jónsi sagði að hér (in selfossville) kynni greinilega enginn lögin þeirra!!

Ég mæli líka með því að plötuverslanir landsins fari að taka sig saman um að eiga e-a diska til hjá sér!! Er orðin frekar pirruð á að ath hvort team sleep diskurinn sé kominn í skífuna því hann er aldrei þar! Það er alveg hægt að taka mig á taugum með svona hlutum, ef mig langar í e-ð þá verð ég að fá það strax annars get ég ekki hætt að hugsa um það...væri örugglega rosa gott fórnarlamb í svona shopping spree könnun.

...but back to work

mánudagur, júlí 04, 2005

Af Duran Duran og fleirum..

Jám hvað skal segja um þessa blessuðu tónleika. Ég var á pinnahælum og datt (nánar tiltekið riðaði til falls því ég réði ekki við 10cm), Ragga fann axlapúða á gólfinu sem mér finnst alveg ofboðslega sniðugt:) Duran Duran voru væmnir og leiðinlegir helming af tónleikunum og ágætir þann seinni. Ég komst að því að ég fíla þá ekki nema í hófi...eitt lag er nóg fyrir mig og það er james bond lagið þeirra sem ég man aldrei hvað heitir..

En..ég hlakka geðveikt til á morgun að sjá queens of the stone age!!!!! og foo fighters líka! Það mun aðeins lífga upp á tilveru mína sem samanstendur af ryksugum og skítugum klósettum (how low can u go!)

Jám..svo var ég líka full um helgina með skemmtilegu gellunum mínum á pæjudjammi :) held við séum ennþá allar þunnar, ég ætlaði varla að komast í vinnuna í morgun og ekki var Hildur skárri. Orðrétt þá sagðist hún vera eins og sveskja hahaha :) Íris var ekki til frásagnar í gær eftir allt sukkið + þynnkusukkið!...Fanný virðist vera mesta pæjan í hópnum því ef hún fer að djamma þá er fötunum yfirleitt stolið utan af henni..við endurheimtum þau samt saman við frekjurnar ;) og svo var Ragga líka frk tjútt sem hættir aldrei að dansa...

það er stundum gaman að vera til :) og kominn tími til!!