laugardagur, janúar 21, 2006

people are fragile things u should know by now..

Hvað myndi gerast ef Unnur Birna væri með eins þátt og Óli þarna hr. Ísland?? Það yrði allt vitlaust og hún yrði úthrópuð athyglissjúk gæra..eða það er ég allavega alveg viss um. Var heima í gær og horfði á þennan ógeðis Splash þátt, ojjojojojjjj! Þarna voru tveir bræður ,,heltanaðir" og frekar sveittir að reyna að babla sig í gegnum þáttinn, hálfstjarfir af drykkju. Inni á milli aulabrandara (sem voru teknir upp í limmósíu með leysigeislum) þá mátti sjá svona innskot af e-m pjöllum í ugly nærfötum dansandi hálf aumkunarverða erótíska dansa, ekki í takt við tónlistina.

Ég fór þessvegna að pæla í þessum hr. og ungfrú Íslands reglum...ungfrú Ísland má næstum ekki neitt en það á greinlega ekki við um hr. Ísland. Ég var eiginlega bara pínu hissa...bjóst frekar við því að maður sem gegndi jafn mikilvægu embætti væri frekar í world class að æfa til að geta tekið þátt í fl fegurðarkeppnum fyrir Íslands hönd í staðinn fyrir að djamma m ruslgellum í beinni útsendingu...

En hvað veit ég svosem..

fimmtudagur, janúar 19, 2006

maybe someday..

Ég á mér hreinlega ekki líf þessa daga. Skólinn fór af stað með e-ð svo miklum látum að ég er strax komin m leshrúgu og teiknihrúgu og ekki farin að gera neitt :/ Þegar ég horfi á þessa tvo bunka kemur yfir mig hræðileg leti sem sogar mig undir sæng og ég nenni engu...nema lúlla

Mér tókst samt að fara í vísindaferð síðasta föstudag:) +partý +partý +bar 11 vei! Það var stuð, svo mikið að ég varð alltíeinu ein eftir og langaði ekki heim...allir aðrir týndir, dánir, farnir, fótbrotnir, veikir...enda fös 13. og líka fullt tungl!! Þannig að ég fór í bjórvotan leðurjakkann minn og labbaði næstum því heim í 90 stiga frosti..þangað til leigubílstjóri sá aumur á mér og tók mig uppí. Nefið mitt er ennþá kalt!

Fékk tvö skróp í morgun í búningasögu fyrir að sofa yfir mig...þetta byrjar vel;)

mánudagur, janúar 16, 2006

Ekkkkki reyna að segja mér að þú lesir ekki DV?

Sumt fólk virðist lifa í e-m blekkingarheim um að það sé e-ð skárren aðrir og það fer geðveikt í taugarnar á mér. Í kjölfarið á allri slæmri umfjöllun um DV þá heyri ég aðra hverja manneskju lýsa því yfir (m hægri hönd á hjartastað) að hún lesi sko aldrei DV því umrætt blað sé rusl og innihaldi þvílíkan rógburð að það hálfa væri nóg...Ég ætla ekkert að neita því en þó blaðið sé rusl, og þess þá heldur kannski, þá lesa það ALLIR! Sama á við um séð&heyrt og hér&nú...Í hvert einasta skipti sem ég fer í 10-11 þá stendur e-r þar m bunka af þessum blöðum fyrir framan sig og er að skoða. Blöðin liggja frammi á öllum biðstofum, á hárgreiðslustofum, kaffihúsum líkamsræktarstöðvum og á ansi mörgum kaffistofum...og alltaf þegar ég er á umræddum stöðum þá er e-r að lesa!! Sættum okkur bara við það að manneskjan er í eðli sínu slæg vera sem hefur lúmskt gaman af fréttum og slúðri um aðra. Og það þýðir ekkert að þræta fyrir svona hluti því þetta er bara innbyggt í mannlegt eðli!

Mér finnst líka margir þræta fyrir þetta með því að segjast bara lesa erlend slúðurblöð því þessi íslensku séu svo ómerkileg að þau séu alltaf að skíta út stjörnurnar ,,okkar"...hmmm frekar mikil þversögn!! Eins og þarna Bubba málið og fréttin um framhjáhaldið. Auðvitað er þetta ljót frétt og ég finn mikið til með fjölskyldu þeirra að lenda í þessu, en það þýðir samt ekkert að hneykslast á henni og sjúga svo á sama tíma í sig allt sem stendur í Hello um það hvernig Brad Pitt heldur framhjá Jennifer Aniston.

Bleh...ekki reyna að vera e-ð annað en þið eruð!!

þriðjudagur, janúar 10, 2006

smá breyting..
sem ég gerði alein og upp á eigin spýtur..geri aðrir betur þar sem ég bjó ekki einusinni til þessa bloggsíðu upphaflega! Anna sæta gerði hana fyrir mig svo hún gæti fylgst með því sem væri að gerast;)

Jám...hafa fleiri en ég tekið eftir því að til eru karlmenn á Íslandi sem ganga með svona litlar og hvítar, asnalegar næstum kollhúfuhúfur???????? Og er e-r sammála mér um hvað það sé ljótt!!!!!!!!!!!!!!!! oj ég hélt ég myndi gubba áðan þegar ég sá einu svona fyrirbrigði bregða fyrir...hvað fær ykkur, strákar mínir, til að fara út svona? Hún nær ekki einu sinni niður fyrir eyru og er því ekki hægt að bregða fyrir sig neinum skjólrökum.
Ég er svona að spá hvort e-r hafi talið þeim trú um að hvíti liturinn drægi betur fram hvítar tennur, skær augun eða frískaði uppá húðlitinn...og svona til að leiðrétta þann leiða misskilning þá gera húfurnar það ekki, þær eru hinsvegar fín leið til að pikka út fórnarlömb tískuslysa því hvítir kollarnir eru ansi áberandi svona í skammdeginu

mánudagur, janúar 09, 2006



Það var sooo gaman í gær á tónleikunum!!!! vávává:)

þriðjudagur, janúar 03, 2006

agressíf og íhaldssöm!

Svo segir feng shui spáin mín fyrir næsta ár...(klór í haus) ég á svoldið erfitt með að trúa þessu upp á mig, eða hvað?????
Það stóð líka að ég ætti bara 6 alvöru vinkonur og að það myndi koma í ljós hver væri hinn eini rétti!! ansi dramatísk spá hér á ferð...

af hverju er samt hægt að fá feng shui stjörnuspá, hélt það væri meira svona innanhúsarkitektakrapp fyrir fólkið í design rules??

Anyways...
Ég spilaði trivial á gamlárs og drakk screwdriver úr blikkandi partýglasi í pallíettubuxum. Mikill glamúr en ekkert djamm. Deildi svo rúmi með labbikallinum (eins og snorri kallar hann) sem mataður var á úrvalstónlist eins og Bloodflowers m Cure, Ratatat og Mars Volta. Ég er ekki eins hrifin af Funeral m Arcade Fire..held hann þurfi að meltast betur.

Gleðilegt ár öll xxx