þriðjudagur, nóvember 30, 2004

hlutir sem skipta engu máli??!!

Heyr á endemi! ég var svo reið eftir að hafa horft tvisvar á Kastljósið í gær að ég verð bara að koma því út:

Hæstvirt þingkona sjálfstæðisflokksins, Sólveig Pétursdóttir, sat þar fyrir svörum og umræðuefni kvöldsins var innrásin í Írak og meintur stuðningur Íslendinga við þann glæp. Sólveig sat í stól sínum og bunaði því blákalt út úr sér að það skipti engu máli þótt Íslendingar væru á lista yfir þjóðir sem styddu innrásina því innrásin væri hvorteðer um garð gengin og lítið sem við gætum gert í því. Kæra þjóð, við getum andað léttar, það skiptir nebblega ekki máli að þjóðarsál okkar sé lituð blóði allra þeirra saklausu borgara sem létu lífið þarna í Whatsitsname Írak, þetta er allt saman búið og gert núna í dag og tími til kominn að gleyma..
Mér líkaði ekki þetta move on viðhorf Sólveigar og var ansi hneyksluð á því hvernig hún lítilsvirti skoðun meirihluta þjóðarinnar; það skiptir ekki máli. Eftir að hafa verið innt svara um hvernig Halldór og Davíð tóku þá ákvörðun (fyrir hönd 63ja þingmanna ríkisstjórnar og heillar þjóðar) að skrifa undir samþykkt þess að styðja stríð þá skeit háttvirt Sólveig algjörlega á sig! Flausturslega sagði hún frá því hvernig ríkisstjórnin hefði unnið saman að þessu máli og að sameiginleg ákvörðun hefði verið tekin...skrýtið, af hverju vita þá engir aðrir þingmenn af því að sú ákvörðun var tekin, voru þeir kannski allir í fríi???
Heldur þessi manneskja virkilega að við séum svo heimsk að gleyma bara svona 1,2 og 3?? Það vita allir hvernig staðið var að þessu máli; Ísland er, þvert gegn vilja meirihlutans, á lista yfir þær þjóðir sem styðja blóðuga hefndaraðgerð G.W. Bush gegn vonda kallinum sem karl faðir hans gat ekki stútað á sínum tíma!!!!
Mér finnst það vanvirðing við fórnarlömbin að segja að innrásin skipti ekki máli þar sem hún sé þegar um garð gengin og legg til að þeir sem láta þvílíkt út úr sér verði ausnir kindablóði til að minna þá á hvernig er að lenda í árás Bandaríkjahers!!!!!!!

Sólveig, þú ættir að skammast þín!!!!!!!!

föstudagur, nóvember 26, 2004

svefnleysi...

Mér finnst ég heyra þetta allstaðar..það getur enginn sofið lengur sem er mjög sorglegt. Hvað er betra en að leggjast til hvílu á köldu nóvemberkvöldi, fara undir hlýja sæng og loka augunum undir sætri lyktinni sem fylgir því að sofna???
Ég er samt örlítið glöð (eigingjarna ég) að vera ekki ein um þetta vandamál því nú veit ég að það eru fleiri að skoða stjörnurnar á nóttunni heldur en ég :)

...setti persónulegt met í nótt sem leið, ég sofnaði ekki fyrr en um 8!!!!!!!! um morguninn! Ef ég hefði nýtt tímann hefði mér kannski tekist að leysa einhver vandamál heimsins, eða mín.. Í staðinn lá ég og hugsaði um sjálfa mig og í hvaða stellingu er best að sofna; á maganum auðvitað!

kannski hef ég uppgötvað nýtt meðvitundarstig: svefnþrármeðvitund??

..allavega, 1 ritgerð í heimspeki búin, jibbí :) ég ætla að fara að vaska upp og þvo því það er aldrei að vita hvenær von er á gestum.

þriðjudagur, nóvember 23, 2004

If you want af picture of the future, imagine a boot stamping on a human face...forever!

Þannig hélt ég að heimurinn yrði eftir vísindaferð síðasta föstudags, mér leið allavega eins e-ð hefði valtað yfir mig; með brotna tönn, bólgu við hægra kinnbein, marbletti víðsvegar um líkamann og ofsalega aum í olnboganum...svo ekki sé minnst á erfið eftirköst ofsalegrar drykkju, ég var svo þunn að ég var tilbúin að láta lífið!
Svo kom laugardagur, sunnudagur, mánudagur og í dag líður mér betur :)

Eftiráaðhyggja er þetta allt svoldið skondið.. Ætli við verðum það sem við viljum vera þegar við erum full eða brenglum við eigin sjálfsmynd með drykkju?? Ég veit svei mér ekki....
Og hver er þá tilgangurinn með þessu öllu? Gera sér glaðan dag og enda svo bara í e-u svartholi rugls og minnisleysis???
Ég er farin að sjá það núna að líklega snýst þetta allt um að kunna sér hóf, hmmm ;)

Samt sem áður..takk fyrir góða skemmtun á meðan á því stóð elsku samnemendur!!! :0)

..og svo gleymist þetta fljótt og fyrr en varir fer fólk að tala um hvað það ætlar að gera næstu helgi, það er svo ægilega langt síðan ég hef djammað alminlega...og sagan endurtekur sig að öllum líkindum.

Þangað til næst segi ég því, með þeim fyrirvara að allir verði búnir að gleyma því sem gerðist síðast, tíhíhí..





miðvikudagur, nóvember 17, 2004

Smokkurinn er glerskór okkar tíma!

Fight club verður alltaf góð mynd :) mér finnst þetta svo fyndin setning..tókst samt ekki að svæfa sjálfa mig með henni í gær heldur var ég vakandi til 3 :/ ekki alveg nógu gott..

Mitt blessaða bókmenntafræðinám hefur heldur betur skollið á mér í þessari viku. Af hverju sagði mér enginn að það væri svona lítið eftir af önninni?? Ég glími við það króníska vandamál að vita aldrei hvaða mánaðardagur er og fékk smásjokk þegar ég kíkti á dagatal í gær..það er svo lítið eftir og svo mikið eftir!!!

..ólíkt þeim sem sitja og kvarta undan eigin leti þá ætla ég að gera e-ð í þessu og fara að lesa núna :)

fimmtudagur, nóvember 11, 2004

Ferðasagan næstum öll..

Ég er snúin aftur frá Danmörku eftir góðar stundir í Kaupmannahöfn :) Við Soffía lentum í gær þreyttar en mjög ánægðar...og með aukatösku í eftirdragi (skamm!)

Strikið, eplaskífur, kokkteilar, búðir, tré, haustlitir, Kristjanía, jólatuborg, kartoffelkage...þetta var alltsaman æðislegt!!

Ég er að hugsa um að fara bara bráðum aftur..og vera lengur :)

föstudagur, nóvember 05, 2004

...bíða bíða bíða

Rosa leiðinlegt að bíða svona eftir þvottavélinni og hafa ekkert að gera á meðan. Samkvæmt ritgerðarplaninu ætti ég að vera steinsofandi svo ég geti vaknað í fyrramálið og farið að læra meira, fjúff..þýðir ekki að læra á nóttunni þá er svo margt annað að gerast...
Eins og allar fallegu stjörnurnar úti :)
eða endursýning á america´s next Top model...veit hver vinnur, ég varð forvitin og gáði...og það er: ...segi það ekki!
eða lesa ævisögu Steins Steinarrs...alltíeinu langaði mig það svo en kemst aldrei í það að byrja..og það eru 2 bindi
eða sitja og tala við tölvuna mína því ég hef engan annan eins og er..

Allavega þá styttist óðum í för mína til Danmerkur :)
Ég er ekki búin að pakka, mig vantar allan pening, ferðataskan mín er ekki á vísum stað og ritgerðin mín er langt í frá tilbúin :/
en ég fer samt..það verður ljúft að horfa í kringum sig á strikinu og sötra eins og eitt hvítvínsglas áður en við Soffía sýnum hvað í okkur býr í búðarrápinu. Jám og bara yfirhöfuð gleyma sér í nokkra daga og koma svo endurnærð til baka til að takast á við lífið hérna (sem mun verða próf, ritgerðir, próf, bókhlaðan, blóð, sviti og tár!)

...en það bíður mín spennandi karlmaður sem heitir Barthes þannig að ég kveð að sinni ;)
(fyrir þá sem ekki eru í bókmenntafræði hafið engar áhyggjur...hann er aðeins hér á prenti og varla það, það er engin mynd bara texti eftir hann!)