föstudagur, febrúar 17, 2006

Love is in the air..

Á valentínusardaginn sá ég vin minn nágrannann með stelpu þar sem þau voru að setjast saman inn í bíl þegar ég var að koma heim úr skólanum. Síðan þá hef ég ekkert heyrt frá honum, engin undarleg hljóð og dásamleg kyrrð :)

laugardagur, febrúar 04, 2006

Fólk er fífl!

Töff hjá DV að hafa það sem forsíðuefni: ,,Barátta milli Silvíu NÓTTAR og Birgittu".....held við getum flest verið sammála um það að það hefði átt að standa NÆTUR...

fimmtudagur, febrúar 02, 2006

á ég að tala um umburðarlyndi..

Ég bókstaflega hata það stundum að geta ekki fengið að vera í friði heima hjá mér! Á stúdentagörðum er það bara ekki alltaf hægt..Eins og í gær. Gaurinn sem býr við hliðina á mér er fáviti sem öskrar á sjónvarpið sitt, gargar yfir íþróttaleikjum og syngur líka hvatningarlög..og nei ég er ekki að ýkja það!!! Hann á það líka til að öskra bara svona allt í einu, nokkurs konar frumöskur örugglega tilkomin af velgengni í tölvuleikjum. Í gærkvöldi vakti hann mig tvisvar, fyrst með því að öskra: ,,fokking drasl" og síðan með því að skella svalahurðinni sinni svo fast að ég hélt hann hefði brotið e-ð....Annaðhvort þarf maðurinn nauðsynlega að fara að stunda kynlíf eða þá fara á anger management námskeið því þetta er ekki heilbrigð hegðun!! Ég hef tvisvar lent í því að labba fyrir aftan hann útí búð og í bæði skiptin gekk hann álútur með kreppta hnefa og horfði í gegnum augabrúnirnar sínar....þetta er gangandi tímasprengja!

Ég á samt fleiri pirrandi nágranna. Gaurinn sem býr fyrir ofan mig pissar alltaf í miðja klósettskálina þannig að ég heyri það ALLTAF þegar hann pissar...það er frekar pínlegt allt saman.
Parið við hliðina á mér hlustar oft á genesis og michael bolton...og það heyrist stundum í þeim þegar...
Og svo var bíllinn minn skreyttur eftir síðustu helgi, búið að raða 3 bjórdósum ofan á hann..

...og á stúdentagörðum búa verðandi gáfumenni og snillingar sem erfa munu landið