föstudagur, júní 24, 2005

Sviti og sítt hár..

Ég þoli ekki óstjórnlegan veikleika minn fyrir tónlistarmönnum eða bara strákum sem spila á hljóðfæri, úff!!!!!!
Á Dillon í gær spiluðu brain police, dr. spock og deep jimmy og ég sat og horfði á og lét mig dreyma um ólýsanlega töff gaurinn sem ég á eftir að finna :) hann var samt ekki á svæðinu og er mas ekki til, nema bara í hausnum á mér...allavega ennþá, . Sumir vilja meina að ég sé of picky og að það sé best að gefa e-m nörda séns sem sé svo hægt að móta eftir eigin höfði en ég gæti það aldrei! Skil ekki tilganginn með því, ég vil að e-ð í fari hins aðilans höfði svo mikið til mín að mig svimar og fái kitl í magann, ekki neina possible makeover tilfinningu.

laugardagur, júní 11, 2005

This is G, reporting live from nowhere..

Stödd á Hellu og horfi hér út á aðalrúnt bæjarins. Á planinu beint á móti mér situr gaur í grænum jeppa með engu þaki og er að þenja vélina, hversu töff er það??? Við hlið hans situr ljóshærð mær og horfir á hann aðdáunaraugum á meðan svartur reykurinn stígur upp...og viti menn, þau keyra af stað en drepa á vélinni og gaurinn hoppar út og þarf að ýta tryllitækinu aftur inn á planið, HAHAHAHAHAHAHA dagurinn í dag er fullkominn :)

Annars mest lítið að gerast. Ég fór í 17 í gær að kaupa hlýrabol og minnti sjálfa mig aftur á það af hverju ég nenni ekki að versla í þessari búð. Ég kom inn og það kom stelpa sem var að vinna á móti mér. Eins og mar gerir venjulega í búð þá sagði ég góðan daginn en hún sagði bara já! Þetta var svona já eins og í: Já hvað vantar þig?? Fannst það frekar glatað. Ég fór svo á kassann m hlýrabolinn eftir að hafa fundið hann og þar var önnur að afgreiða. Hún tók orðalaust af mér polinn, tróð honum í poka og sagði svo 1590! viltu miðann? Frekar glatað líka...Kannski hefur Svava í 17 ekki efni á framkomunámskeiði fyrir stelpurnar sínar? Ég hef allavega bara séð svona hegðun þarna..

Já..svo er það Portúgal eftir einn og hálfan dag :) get ekki beðið það verður æðislegt!! Ég ætla að liggja og sleikja sólina og borða melónur og kiwi nammi namm og lesa hauga af vouge og cosmo og i-d jibbí :)

anyways, back 2 work

þriðjudagur, júní 07, 2005

Margt býr í þokunni..stendur skrifað

En ætli það sé satt, það er allavega ÞOKA hérna á Hellu og mér er eiginlega ekki sama að vera hérna ein á vaktinni :/ skyldi ég geta varist óvinum með því að beina gullhnappaklæddum barminum að loftljósinu og blindað þá???????

Eða þá ég gæti kastað Fosshótelpenna í augun á þeim sem ætlaði sér að ráðast á mig?????

Eða þá að ég sé bara búin að vera vakandi of lengi og orðin ímyndunarveik??????

Allavega, Hella fær engin rokkprik það er leiðinlegt að vinna hérna!

But I´m still thinking positive, no worries sos-squad ;)

fimmtudagur, júní 02, 2005

FOSSHÓTEL MOSFELL, GYÐA, GÓÐAN DAGINN!!!

Fyrsta næturvaktin..ég sit hérna á Hellu af öllum stöðum, klædd í fölgula ömmuskyrtu úr gerviefni og grænt gullhnappavesti; I´m a fashion disaster!!!!! Eftir að hafa haldið aumingja hótelstjóranum á fótum við að hjálpa mér í tölvunni þar til fyrir korteri síðan get ég nú loksins slakað aðeins á og drukkið ofsoðið, næstum 7klst gamalt kaffið mitt. Mmmm segið svo ekki að sumarið sé ekki yndislegt :)

Reyndar hugsa ég að þetta verði bara ágætt, vinn bara 15 daga í mánuði og nota hina dagana til að gera allt sem mér dettur í hug í svefndrukknum hausnum mínum.

Í eðli mínu er ég samt týpískt næturdýr.
Þegar ég var lítil gelgja lá ég stundum stífmáluð uppí rúmi og las fram á nótt í staðinn fyrir að labba austurveginn eins og miniútgáfa af mellu. Einu sinni kom ég líka heim af djammi og fór beina leið útí garð m teppi og bjór og jarðaber í nætur/dögunarpikknikk. Á það líka til að sauma frá mér allt vit á nóttunni þangað til puttarnir verða dofnir og hætta að hlýða mér...og svo er líka gott að liggja í sófanum hjá Fanný þar til sólin rís og tala og tala og tala :) jújú það er fínt að vaka á nóttunni...ef ég mætti bara vera skárri til fara búhúhú! Hégóminn alveg að fara með mig enda sit ég á móts við risastóran glugga og horfi á alla töffara bæjarins spóka sig um á misgóðum fararskjótum. Litli gaurinn á hjólabrettinu hefur vinninginn eins og er, en þetta er nú líka bara fyrsta vaktin ;)

það verður hinsvegar fróðlegt að sjá hvernig gengur að samræma vinnustað á Hellu, svefnstað milli vakta á Selfossi og bústað í Reykjavík...og ég sem á ekki einusinni bíl!!!!