miðvikudagur, ágúst 31, 2005

Sælinú..

Í ljósi síðustu kommenta hennar auðar sem ég er mikið búin að spá í þá ætla ég að leggja leið mína á selfoss annað kvöld og ath hvort e-r horfir asnalega á mig...

Annars lítið að ske..nema það að ég hef komist að því að ég þjáist af krónískum skjálfta í höndunum! Alltaf þegar ég er að vanda mig að teikna í skólanum (búin að mæla allt rosa fínt og á bara eftir að draga fína línu) þá gerist e-ð og útkoman er eins og djöfuls jarðskjálftamælir! Annaðhvort er þetta kaffið eða kynlífsleysið??!!!

Svo er rosa gaman að fara í tíma m heila ritfangaverslun í skólatöskunni. Ég á svo mikið af blýöntum og tússpennum og strokleðrum og stílabókum og möppum og skissubókum og blaa að ég ætti að vera á styrk frá griffli..veit varla hvar ég á að koma þessu drasli fyrir.

.............jám 7 tímar í miðnætti það styttist í að ég fái laun :) núðlusúpur eru ekki góðar lengur!!!!

fimmtudagur, ágúst 25, 2005

Fokk off!

Ég var að skrifa geðveikt mikið og það datt allt út, djöfuls drasl!
Anyways...ef þú værir kennari og værir að reyna að ná til nemenda þinna myndir þú þá segja frá því að þú ættir son sem hefði verið hreinn sveinn til 21s árs aldurs???
hmm..anyone?

miðvikudagur, ágúst 24, 2005

Hvar á ég að byrja..

Það er orðið svo langt síðan síðast, ég nenni varla að segja frá öllu..Allavega, skólinn er byrjaður og háskólinn byrjar eftir 2 vikur. Jám Gyða bjartsýna er komin í iðnskólann í hönnun og í háskólann í bókmenntafræði, veiveivei:) Það verður semsagt sniðugt að fylgjast með mér þegar desember nálgast og tvöfalt prófastress kemur yfir mig!!

En þetta er ágætt, mér líst bara vel á þetta allavega ennþá.

Menningarnótt um síðustu helgi var fín. Reyndar er ég stórslösuð á löppunum eftir skóna mína og með sært stolt+hné eftir að hafa dottið á miðjum laugaveginum en það er ekkert...mar verður að brosa að lífinu stundum;) Tek það þó fram að ég datt ekki sökum ölvunar heldur tókst mér að renna í helv rigningunni, ehehe..

Ég hef líka komist að því að íslenskar konur hafa stórlega miskilið það að klæða sig í "hönnun" og gera það vel! Þæfðar risatöskur, brjálæðislega stór og skærlituð gleraugu, hörpokaföt með teygju í mittið og fáránlegir flatbotna skór...hmm ekki fyrir mig allavega, anyone????

Minnið mig á þessi orð þegar ég verð 37 og farin að kaupa ljótt keramikdrasl með hnetueyrnalokka, innpökkuð í ofinn ullarkjól!! Guðminngóður