sunnudagur, nóvember 13, 2005

sommerfuglene

Tékkið á því lagi, búið að vera uppáhaldsvondalagið mitt í lengri tíma :)

Gott að hlusta á það til að koma sér í gott skap ef t.d bíllinn þinn bilar AFTUR, eða þá ef það er mikið að gera í skólanum (2 ritg og 2 hópverk), eða ef skítanágrannarnir þínir eru weird fólk sem hlustar á michael bolton (veit samt að íris öfundar mig því hún var svo skotin í bolton, hahaha)...

Allavega glötuð helgi liðin og ennþá betri framundan...deep jimi útgáfutónleikar á lau, vííí

mánudagur, nóvember 07, 2005

jólalög

Þrátt fyrir allt mitt umburðalyndi þá get ég nú ekki orða bundist ég var að komast að dálitlu sem fer rosalega í taugarnar á mér! Ég var að skoða fréttablaðið og sá þá frétt þar sem segir að kóngurinn Einar Bárðar hyggist stefna saman öllum helstu poppstjörnum landsins og búa til jólaplötu þar sem gömul lög verða sett í nýjan búning og fneh..
Sko ég hef ekkert á móti þarna jónsa og birgittu og nylon en geta þau ekki bara sungið sín eigin jólalög?? Mér finnst æðislegt að heyra gömlu lögin, þau eru búin að fylgja mér síðan ég var krakki og ég nenni bara ekki að fara að heyra þau "poppuð upp" m e-m fáránlegum hljómborðstakti og britney spears stunum. Sorrý!

föstudagur, nóvember 04, 2005

Í nafni föður sonar og heilags anda..We bring u ELVIS

Í tilefni þess að ventoinn minn kæri komst heill úr viðgerð (m lágmarkskostnaði), fær vetrardekk á morgun og er með allt sem þarf til að komast í gegnum skoðun þá ákvað ég að gefa honum nafn. Hann hefur verið skírður ELVIS. Við héldum tvö saman á friðsælan stað þar sem ég sprautaði yfir hann úr kampavínsflösku og hlustaði á Heart of Glass m Blondie á meðan. Þeir fáu fuglar sem ekki eru horfnir til heitari landa tóku undir með okkur og sólin skein skært..þetta var yndislegt :)

Frábiðjum okkur allar gjafir en biðjum ykkur í stað þess að leggja fé í sjóð sem stofnaður verður um að fá hita í hringveginn fyrir árið 2016 svo útrýma megi allri hálku!

Önnur verkefni helgarinnar kalla á rauða hælaskó og massífa augnmálningu, jamm það er FEMMES FATALES saumaklúbbur og hann verður mas haldinn á selfossi. Auður er næst í röðinni en ég treysti henni fullkomlega til að sitja við stjórnvölinn á morgun og hafa hemil á okkur hinum;)
Með minni heppni þá kemst ég kannski á pakkhúsið að hlusta á "fiskinn minn, namminamminamm" eins og gerist alltaf ef ég læt sjá mig þar!! Það verður samt forvitnilegt því Ragga stakk uppá svo skemmtilegum drykkjuleik ef við myndum lenda í þeim aðstæðum...

Rock on FEMMES FATALES!