miðvikudagur, desember 29, 2004

Gleðileg jól og takk fyrir gamla árið :)

Af því ég hafði hvorki stund né stað til að gera nein jólakort þá verður þetta bara að vera svona...ég er samt mjög hlynnt jólakortum, finnst þau svo falleg. Þoli samt ekki að fá kort sem er bara undirritað..ef fólk getur ekki gefið sér tíma í skrifa e-ð í kortin sín þá má alveg eins senda fólki e-mail, eða jólasms þannig að hægt sé að halda sér í alvöru á ópersónulegum nótum... Ég mun því líklega skrifa mín kort í ágúst svo þetta gerist nú ekki aftur :)

...en jólin voru fín sérstaklega þar sem ég hef ekki hitt fjölskylduna mína svo dögum og dögum skiptir. Held reyndar að það sé ákveðið karma í gangi þar sem ég hef nú ætlað að halda á mínar heimaslóðir í 3 daga en alltaf verið veðurteppt! helvítis fjallvegir!...þannig að það eru fleiri dagar í faðmi mömmu :)

...

laugardagur, desember 18, 2004

She´s lost control...

I could live a little better with the myths and the lies When the darkness broke in I just broke down and cried I could live a little in a wider line When the change is gone - when the urge is gone To lose control When here we come

...eitt af mínum uppáhaldslögum með Joy Division er þetta lag í þeirri útsetningu þar sem ofangreindur partur er lokahluti lagsins. Ég er búin að hlusta á Unknown Pleasures í allt kvöld, með lokuð augun og er löngu búin að gleyma því að það er próf á mánudaginn í stefnum í bókmenntafræði; fari þær fjandans til ég er í tónlistarlegu algleymi eins og er!

Stundum er eins og tónlist sé það eina sem gefur þér eitthvað; að hlusta á lag sem grípur það hugarástand sem þú ert í er miklu betra en að reyna að tala og útskýra...

Hver er líka tilgangurinn að tala þegar öll orðin sem þú segir endurspegla allt annað en það sem þú hugsar og togstreitan á milli tungunnar sem talar og heilans sem hugsar er að sprengja andlitið á þér; eitt andlit er of lítill vígvöllur fyrir stríð orða og tilfinninga

nema ég togi í kinnarnar og stækka það...?



föstudagur, desember 03, 2004

Sími: 92-0000 og 1000 kr munu fara af ykkar símreikning til styrktar þess að Íslendingar birti heilsíðuauglýsingu í NYTimes þar sem fram komi að aðeins 2 menn hafi sett Ísland á lista viljugra þjóða! Hristið nú af ykkur desemberkapítalismann og hringið!!!

Get ekki annað en auglýst þetta framtak því þetta er í senn ótrúlega sniðugt og óborganlega fyndið, hahaha :) Hvað gerir vinur minn Davíð þegar hann les þetta? Skammast sín ofan í tær fyrir að vera Íslendingur? Það er þá gott á hann því við hin erum búin að gera það alveg síðan yfirlýsingin var gerð opinber!!!! Þannig að það má segja að hann hafi verið bitinn í rassinn blessaður...

Annars hefur ritlistagyðjan komið yfir mig, ég kláraði heilmikla menningarfræðiritgerð í gær um dulin skilaboð í saklausum gamanþáttum og er svona að fara að færa mig yfir í eftirlendufræði með smá twist af femínisma og bókmenntastefnum...vonum að gyðjan þurfi engum öðrum að hjálpa um helgina þvi ég þarf virkilega á því að halda að halda áfram á þessari braut!!

...og á þessu föstudagskvöldi er ég undarlegt nokk stödd í Odda ásamt fullt af bókum og góðu fólki sem hingað er komið til að LÆRA.

Samviska mín er því tandurhrein, ólíkt því sem oft hefur verið ;)

......en af hverju í ansk er ekki hægt að kaupa kaffi hérna?????? kaffi = meiri afköst :/