sunnudagur, september 26, 2004

Big mama´s house...

Já mikið er ljúft að fara stundum heim til sín í faðm mömmu sem huggar, hlýjar og síðast en ekki síst býr til besta mat í heiminum!!!!!!!!
Ég er semsagt stödd á Selfossi í dag og ætla að hafa það notalegt :) hætta að velta mér upp úr öllum mínum áhyggjum í 1 djöfuls dag og hafa það gott!!!!

Ég fór á föstudaginn út með Írisi og Lenu eftir mikla trivial keppni heima hjá mér (sem endaði m sigri hinnar stórgáfuðu Gyðu að sjálfsögðu, hahah) og ofsa mikið hvítvín. Það var stormur úti, örugglega 45 vindstig því einhver píka sá hag sinn vænstan í því að STELA svarta flotta sjalinu mínu inni á 22 og hverfa með það út í nóttina og óveðrið....urrrrr hún er dauð ef ég sé hana með það einhversstaðar!!...allavega það var mjög gaman. Þetta var svona recovery djamm eftir leiðinlega viku og það tókst bara mjög vel :) við dönsuðum og dönsuðum og dönsuðum en urðum frá að hverfa þegar dj-inn á efri hæðinni tók upp á því að spila PHIL COLLINS sem er höfuðóvinur minn þessa dagana og ýmislegt annað óskemmtilegt. Við færðum okkur því um set þegar kl var að nálgast 6 og fórum á 11una en stoppuðum stutt því þar var ekkert gaman.... en í alla staði skemmtilegt kvöld :)

Verð að bæta því við að ég er örugglega með einn besta kennara í heimi. Benedikt Hjartarson heitir hann og kennir stefnur í bókmenntafræði. Ég sit hérna og er að prenta út glósurnar frá síðasta tíma sem ég fór ekki í og viti menn, ég þarf barasta ekki að hafa neitt samviskubit þó ég hafi ekki farið því maðurinn er búinn að setja inn á netið 19 bls af glósum!!!!!!! Það er nú örugglega meira en ég hefði afkastað sama þó ég hefði drukkið 3 kaffibolla, verið m hárið í teygju, setið fremst og notað nýjan penna :) ....þannig að nú þarf ég bara að lesa þetta allt saman...

sunnudagur, september 19, 2004

just when u thought things couldn´t get any worse...

They do!!! Ég á þennan málshátt, allavega eins og staðan er í dag. Ástæður: margar...of margar. Ég hugga mig við það að geta þó allavega brosað að fólkinu sem býr hérna við hliðina á mér og spilar Phil Collins featuring GENESIS allann daginn ef því er að skipta...ég fæ hroll við svona hræðilega tónlist, úff!!

Slepp samt við þennan hlustaverk í kvöld því ég er á leið á Blonde Redhead tónleika m Röggu & Ísak og það verður sko gaman :)

....

mánudagur, september 13, 2004

....verkfall

Það liggur nú bara við að ég öfundi hana mömmu mína pínulítið að vera kannski að fara í verkfall. Frí um óráðinn tíma það væri nú ágætt :) ég er strax farin að hlakka til að fara í jólafrí! Ekki það að það sé leiðinlegt í skólanum þetta er bara stundum svoldið mikið! Skila fyrstu ritgerð strax á miðvikudaginn, hún á reyndar að vera mjög stutt en ég er samt ekki alveg tilbúin ennþá....þarf fyrst að kaupa bókina sem ritgerðin á að vera um, hmmm..

Ég er líka búin að vera í svo miklum flutningum sjáiði til. Allt samt komið á sinn stað núna :) það vildi mas svo skemmtilega til að það flutti fólk þar sem Hulda býr og skildi eftir dót og ég tók sófann þeirra heim til mín. Fallegur gripur (hmmmm), dökkgrár (eins og á fasteignasölubiðstofu), 2ja sæta og hægt að draga út dýnurnar...þetta verður fínt svona fyrst um sinn, ég kaupi bara efni utanum hann. Það sem mestu skiptir er að það var ekki skrýtin lykt af honum, engir blettir og engin eyðsla á efninu..Það eina sem mig vantar núna er nettenging sem "vinir" mínir hjá RHÍ hafa ekki enn sett upp :(

Svo talaði ég við nágrannastelpuna...man reyndar ekki alveg hvað hún heitir enda leist mér þannig á að hún vildi bara ekkert tala við mig. Anna, hún beitti þinni aðferð, fullt af jáum með mismunandi blæbrigðum ;)...stafar kannski af því að hún er feimin....eða þá að fyrstu kynni við mig hafi verið svona skelfileg??

Það er víst ekki hægt að gera öllum til geðs...hún á þá ekki eftir að koma í heimsókn í tíma og ótíma, hhhrrmpfff...

Var samt bara hálfa helgina heima, Auður átti nebblega ammæli og það var ofsa fín veisla í Dverghólum á Selfossi, sjávarréttasúpa a la auður, hornbaðkar fullt af bjór, flæðandi hvítvín, sykursprengjueftirréttur, æsispennandi trivial keppni sem endaði m sigri R&H (ragga + hulda) og endalaus hlátursköst = ég skemmti mér dásamlega vel...en var samt með smá timburmenn í heimsókn í gær :/ sem eru nú sem betur fer farnir í dag...

Það bíður mín hellingslestur og glósuvinna þannig að Salut þar til næst :)

mánudagur, september 06, 2004

eins og sprengjuárás!!

Þannig er umhorfs heima hjá mér....allt útí kössum og dagblöðum og aftur kössum. Ég er rosalega löt að ganga frá þessu öllu, búin að skrúfa saman hillu, einn koll og eldhúsborð en hitt bíður. Rúmið mitt kom loksins í gær (ekki bundið ofan á ventoinn eins og ég hélt heldur á risa jeppa bundið á pallinn) og ég er á Selfossi núna að taka saman síðasta dótið og stela úr skápunum hjá mömmu :)
Helgin fór eiginlega öll í þetta flutningavesen, nema föstudagurinn þegar ég brá mér af bæ og fór á kaffibarinn m Huldu, Írisi og Soffíu.. skemmtilegt eins og alltaf, hehehe ;) SUS (samband ungra sjálfstæðismanna) var þarna með e-ð ársþing og fullt af gaurum sem "áttu heiminn" eins og það er orðað. "Hey, elskurnar loksins þegar það koma sætir strákar til Selfossar þá lítið þið ekki við þeim??" hmmm...féll ekki vel í kramið verð ég að segja. Frjálshyggja+hárgel+beigelituð jakkaföt+illa talandi kvikindi sem kunna ekki að beygja rétt...ekki fyrir mig allavega!
Mér tókst svo að enda alein labbandi heim í rigningunni en það var ekki skynsamlegt því ég var (í eitt af fáum skiptum) í hvítum Marilyn Monroe skóm með ca 8 cm hæl og tók því hænuskref til að detta ekki. Þegar ég nálgaðist Úthagann var ég orðin svo óþolinmóð að ég labbaði aðeins hraðar en það endaði ekki betur en svo að ég datt á rassinn!! Ein sem betur fer!!

Held mig bara við kínaskóna mína hér eftir... :)

föstudagur, september 03, 2004

3 hjól undir bílnum...

Þetta lag var nú bara samið um vento foreldra minna, kræst..hann er nýkominn úr viðgerð og það heyrast skuggaleg hljóð úr honum (strax!!) og þessum blessuðu viðgerðarmönnum tókst líka að eyðileggja útvarpið þannig að nú heyrist ekkert í því lengur!!!! grrrr ég þoli ekki bíla með engum útvörpum!!!!! Sérstaklega ekki núna þegar ég er búin að fara 100 ferðir í bæinn með dót eða til að leita að meira dóti í Góða hirðinum og IKEA ....
En já flutningar ganga bærilega..nema þegar ég gerði mér grein fyrir því að það er ekki hægt að setja eina og 1/2 breidd af rúmi í skottið á bílnum :/ Snorri gerði mér grein fyrir því og nú sit ég með brakandi haus að reyna að muna eftir e-m sem á sendiferðabíl og er vinur minn.... anyone??? ég er búin að bæsa heilan helling af hillum og eldhúsborðum í kirsuberjalit og er öll orðin blettótt eins og eftir ljótt brúnkukrem eða eins og ég sé með valbrá útum allt en það er bara töff...
Það verður alveg æðislegt þegar þetta verður allt búið og ég get fengið mér hafragraut og kaffi heima hjá mér, chez moi :) ég hlakka ótrúlega til... já og líka að fara í skólann, það verður ok..ég á samt í smá tilvistarkreppu... langar stundum ekki í skólann heldur gera e-ð annað en þá get ég líka ekki búið í þessari íbúð...hmm ég er eiginlega að múta sjálfri mér með íbúðinni!! Vertu í skólanum og búðu ein í íbúðinni þinni Gyða!!!!! þetta er samt mjög spennandi önn, heimspeki, menningarfræði og bókmenntafræði...og ofboðslega mikið að lesa og skrifa og læra :)