laugardagur, apríl 24, 2004

I play dead, it stops the hurting, I play dead, and the hurt stops...

föstudagur, apríl 23, 2004

DAY, AFTER DAY....

Já ég sveik heldur betur ritgerðina mína í gær..fór bara á violent femmes tónleika í staðinn fyrir að halda áfram athugun á verkum Gyrðis Elíassonar (sem á nú hug minn allann í dag!!). En þetta var allt vel þess virði :) frábærir tónleikar; þvílík spilagleði og hæfileikar !!!!!
Ég og Anna og Fanný fórum og hlustuðum hugfangnar...hí á ykkur sem fóruð ekki!!

Tónlistargyðjan hefur samt heldur betur ekki fengið nóg; hún mun brátt sveipa sig silki og fara á pixies..eftir það fer hún í leður og latex og sér placebo og svo mun hún ótrauð halda áfram í ferð sinni um ókannaðar lendur tónlistarinnar....

Þetta á þó ekki eftir að gerast fyrr en eftir ritgerðir!! Ég er farin að sjá það í hillingum...dagurinn þar sem ég opna augun og ákveð eftir smá mjálm að halda áfram að sofa...
Jæja...sný aftur að skrifunum þjökuð af samviskubiti..

Maðurinn sem leit við og sá skuggann elta sig
var smástund
að átta sig á því að augun voru
ekki augu
heldur stór
kringlótt ljós
á
5 milljón króna land cruiser

Hinn maðurinn
brunaði þjóðveg 1
með hugann við fundinn sem beið
fækki átti starfsmönnum
hækkaði í leonard cohen
og varð var við smá ójöfnu
í biksvörtu, heitu malbikinu

malbikið tók fagnandi á móti
blóðfórninni
blóðið blandaðist heitu og svörtu klístrinu
og hugsaði með velþóknun
til þegnanna

Úrið skoppaði
inn í hraunið, brotið
en náði með herkjum að verða 3
fundurinn var byrjaður

þriðjudagur, apríl 20, 2004

Dúh júh wont tú hevv some trobúll?? Tríh þhisssss!!!!
Já einhvernveginn svona hljómaði auglýsing fyrir tónleika Pink í útvarpinu áðan....af hverju halda íslendingar sig ekki bara við íslenskuna sína? Og hvað er það, að auglýsa tónleika á ÍSLANDI á ensku...hef e-ð misst af því ef tala innflytjenda hér á landi hefur aukist?? Nefndin sem sér um þau mál hefur þá tekið miklum stakkaskiptum frá því sem áður var þegar þeir voru svo ólmir í að vernda hagsmuni Íslendinga (því ekki má gleyma því að innflytjendur "stela" allri vinnunni frá duglegu Íslendingunum!!!), með því að neita nánast öllum um hæli hér á landi....jah, hver veit

Í dag fékk ég þær allra bestu fréttir sem ég hef heyrt lengi; minn ástkæri kennari í bókmenntaritgerðum hefur ákveðið að færa skiladag á ritgerð fram til mánudagsins 26.apríl!!!! JiBBÍí!!!!!!! :) ég var alveg komin á magasárshættusvæði hérna í gær þegar ég var að klára ritgerðina mína í bókmenntasögu þannig að það verður frábært að hafa smá meiri tíma :) takk, Gunnþórunn ofurpæja :)

Ég hef undanfarið lesið mikið af bloggum hjá öðru fólki og séð hjá mörgum mjög sniðuga linka á þau lög sem eru í uppáhaldi þá stundina...mig langar í svona!!! Ef við ímyndum okkur að ég væri með svona link þá mynduð þið öll ýta á hann núna....bíb! Hey!, hér hljómar lag! Og lagið er...Cold Heart Bitch með hljómsveitinni Jet!!! Ofsa skemmtilegt lag sem ég hlusta oft á :)

just wanted to let u know.....


mánudagur, apríl 19, 2004

ÉG ER MESTI TOSSI Í HEIMI!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Já því eftir aðeins 4 tíma lokar skrifstofa heimspekideildar og þá þarf ég að vera búin að skila ritgerðinni minni þangað...hmmmm ég er komin með 10 línur :/ algjör ritstífla, hjálp!!!!!!!!!!!

Er að bíða eftir kaffivélinni svo ég geti haldið áfram...ég skil bara ekki hvernig ég fer að þessu!

......jæja aftur að biblíunni...bæj

sunnudagur, apríl 18, 2004

VELKOMIN HEIM FREKNA!!!!!!!!
Takk fyrir það...mikið er gott að komast heim loksins...ekki það að það bíði mín neitt skemmtileg veröld; ég er fátæk, heimilislaus og að byrja í prófum uhuhuhuhuhuhuhuh...en hey, Valli Reynis er þó búinn að opna KAFFIBARINN (e-ð finnst mér það hljóma kunnulega????) á selfossi...fer þangað og drekki sorgum mínun hehehe...Annars er ég mikið búin að spá í það hvenær hann verði kærður fyrir nafnastuld? come on, fyrst MANGO...og svo KAFFIBARINN!!!!! Spurning um að fá smá hugmyndaflug næst í jólagjöf.....?

Heyrði það annars hjá Höllu að þetta væri ágætur staður þannig að....og svo má maður heldur ekki alltaf dæma allt fyrirfram hehehehe :)

Annars er ég svona ad jafna mig smátt og smátt á fýlunni sem ég fór í eftir stúdentagarða málið alltsaman..úff! Þegar ég verð búin að skila ritgerðinni minni á morgun þá fer ég og tala við úrskurðarnefnd og fæ þá til að athuga þetta fyrir mig....ég gæti endað á því að kæra stúdentagarðana...þá verða þau svo ánægð að fá mig til að búa hjá sér :)

Nóg um það samt...nenni ekki að ergja ykkur með því...Flugferðin heim var ágæt. Ég skil samt ekki hvað svona flugvélar eru litlar og hvernig allt þetta fólk kemst fyrir..það vottaði aðeins fyrir innilokunarkennd! Svo legg ég til að öllum miðaldra gullskrýddum kellingum verði bannað að vera með ilmvatn í flugvélum..fýlan af þeim!!!!!!!!!!!! Það var svona ægilega brúnt og ægilega vel lyktandi par fyrir framan mig og Snorra og ég var bara alveg að verða flugveik, en það slapp nú samt :)
Og það er himneskt að vera bara komin heim í dag. Vaknaði í mínu rúmi og fékk mér gott og íslenskt vatn og svo alvöru gott og íslenskt kaffi og svo ofsa góða íslenska beyglu m osti, namm :) Svo á mamma mín afmæli í dag, við dýrin gáfum henni bleikan bol og pabbi gaf henni voða fínt gull armband þannig að hún ætlar að elda e-ð gott í kvöld í staðinn...þessi elska orðin 49 ára :) hahaha þetta mátti ég ekki segja

En Auður...ef ég skildi þig rétt þá ertu komin með blogg, hvernig væri að skilja eftir upplýsingar um hvernig ég geti lesið það elsku litli sauður??? ;)

Ný tónlistargetraun: Hvar get ég fundið bestu upplýsingar um að læra á gítarinn minn á netinu??

fimmtudagur, apríl 15, 2004

Eins gott ad thad virki....

Er ad reyna ad senda blogg i svona 5.skipti...tolvan hefur alltaf neitad ad senda thad. Canary eyjar bjoda ekki upp a alvoru tolvur, thad get eg sagt ykkur. Thannig er thad ad eg flaug herna ut i godri von um ad geta stadfest bid a lista hja studentagordum a netcafe herna...thad reyndist ekki haegt thvi tolvan fraus alltaf thegar eg reyndi ad komast inn a siduna...thannig ad eg er nuna heimilislaus naesta vetur. grrrrrrr. Studentagardar taka ekki vid umsoknum sem berast eftir 5. hvers manadar...eg reyndi ad senda 4. 5. 6. 7. 8.......var ad tala vid konuna, hun getur ekkert gert fyrir mig thar sem thad reyndist ekki hafa verid bilun i fokking tolvukerfinu theirra og thar med getur hun ekki truad mer...helv horan....OG EG SEM VAR NR FOKKING 2 A LISTANUM...LIFID ER SVO LJOTT I DAG...EG AETLA AD SYNDA A VINDSAENG UTI HAFSAUGA OG DREKKJA MER HERNA HJA HELV KORALRIFJUNUM...FOKKING HELVITIS FOKKING TOLVUR GRRRRRRR......

Thegar eg loksins kemst heim tha verdur thad mitt fyrsta verk ad banna thessar helvitis tolvur a thessari helv eyju....ohhhhhh er er svo reid

laugardagur, apríl 10, 2004

Her se stud...
Ja eg og Snorri forum i gaer og skodudum skemmtanalifid a kanari....uff vid vorum blindfull
Thad byrjadi allt a thvi ad vid forum a stad sem heitir scandic. Vid hlidina a okkur sat folk med barnavagn, lyg thvi ekki. Gaurnum tokst svo ad rekast i bjor sem helltist yfir krakkann i vagninum...hverslags uppeldi er a thessu lidi, eg bara spyr....og eg sem hneyksladist einu sinni a thvi ad sja oletta konu fa ser kaptein i kok a HM..hmm
Svo traeddum vid diskoin herna og drukkum audvitad vodka i red bull og tekila..okkur til mikils happs tha fylgdi alltaf med 2 onnur skot thannig ad vid vorum fljot ad verda otrulega fyndin og skemmtileg eins og von er og visa...
Akvadum svo ad labba i annad hverfi thar sem er lika fullt af skemmtistodum...thar var m.a. stadur sem het Underground Destruction sem eg stakk upp ad skoda...fattadi thad svo eftir sma stund ad i thessu hverfi var allt morandi i gaejum, en engar stelpur...vid vorum semsagt komin i gay hverfid. Snorra fannst eitthvad undarlegt ad vera thar thannig ad vid forum bara aftur a stadinn thar sem ma taka ungaborn med ser i vagni....
Og svo leid nottin bara vid dans, dufl og drykkju....nu myndi eg setja broskall ef thad vaeri haegt a thessu lyklabordi. Her a eftir verdur vitnad til broskalla med thvi ad eg segi bros..

Svo var thad bara solbad i dag og stefnt a thad sama a morgun, bros.

Eg er mikid buin ad vera ad velta fyrir mer ollu thessu veseni med tollinn...thad er svo margt sem mig langar ad taka med heim...vinid herna er svo faranlega odyrt. Sem daemi tha kostar RISA flaska af bacardi ekki nema 800 kall...Ef einhver veit um leid til thess ad fela flosku i gegnumlysinu i tollinum tha ma sami segja mer, bros...

En goda skemmtun i kvold....eg er ad fara heim i aesispennandi gettu betur keppni...paelid i thvi, pabbi, sem er med pinupinu litla tosku med ser, tok gettu betur spilid med, bros og upphropunarmerki...

fimmtudagur, apríl 08, 2004

Komin til Kanarí

Og hér er ekki nema 34 stiga hiti...thetta er nú bara gedveiki! Ég kann bara ekki á thetta...fékk bara hálsbólgu og rétt kem upp ordi...en wiskýroddin mun kannski virka hérna á hozzlinu..hahhahaa u wish! ;)

Annars er thetta bara fínt...vid erum búin ad liggja eins og lummur í marga marga daga...og ég er ad endurheimta freknurnar mínar á medan restin af familíunni tekur mikinn lit!! Er samt adeins komin med leid á thessu lífi...hér er engin gód tónlist..allar gaerur í gaerufotum, fullt af solumonnum og engin menning...nema kannski thetta sé hún...ég veitiggi

En sudraenir ibúar eru mjog slakir...thannig var tad ad Snorri var úti á svolum einn morgun og sér thá sendiferdabíl keyra framhjá...og gaurinn var med oll tól úti og var ad rúnka sér í bílnum á medan hann keyrdi!!!!!!! Strákar, er thetta algengt??? Ég er ennthá ad kíkja inni í alla svona bíla thví ég bara trúdi thessu ekki :)

Framundan eru svo bara sólbod og letilíf......hlakka adeins til ad koma heim. Frétti af Metallicu...en hvar er hann Bowie eiginlega!!!!!!!!

En tíminn minn í thessari tolvu er alvega ad klarast..

adios mes amis
sakna ykkar alveg fullt!!!!!!! kysskysskyss!!!!!


föstudagur, apríl 02, 2004

Og hverju er ég að gleyma...

Er ég búin að spyrja sjálfa mig svona þúsund sinnum!! Og það hefur ýmislegt komið í ljós...hmm, linsum, skóm (af því ég verð að hafa allavega 4 pör!!), e-ð til að binda hárið með og fleira og fleira...
Næst ætla ég að fá Völu Matt til að pakka fyrir mig!! Sjitt mig vantar skipulagshæfileika :/
Annars er ég mest stressuð yfir því að geta ekki sofið nóg...ég er svo afskaplega geðvond þegar ég er sybbin og nývöknuð og það passar illa við 5 tíma flug...mér gæti verið afneitað af fjölskyldunni (við þekkjum ekki svona óþæga stelpu)..þannig að ég fer að hátta svona um hálfátta...hahaha rímar :)

Og hverju mun ég missa af...jah..páskasprelli, páskaeggi frá afa, knúsi frá Önnu!!, öllum sem mig langar að hitta í 2 vikur, og kannski smá snjó og svoleiðis...(A sarcastic smile follows upon these final words..)

Annars tók ég mig til í gærkvöldi og kvaddi minn heimabæ með virktum. Þannig var að það stóð til að hitta stelpurnar á kaffi krús svo ég gæti nú bara kvatt þær allar í einu....en Soffía var eina sem kom (segir kannski e-ð, ég veitiggi) þannig að við vorum bara tvær..þangað til Auður kom, rétt fyrir lokun. Og við fengum okkur risabjór sem var á tilboði og fórum að skrifa atómljóð um okkar nánasta umhverfi...og það var sko ekkert smá fyndið :) ég skal birta þau seinna...held að soffía sé með miðana
Okkur langaði svo í einn bjór í viðbót áður en við færum heim þannig að við fórum á pakkhúsið og skrifuðum auðvitað annað ljóð þar...það verður þrykkt með gulli á barinn von bráðar :)
Við ortum um fólkið sem var í gríð og erg að dansa kónga og höfuð, herðar, hné og tær...skrýtinn skemmtisiður by the way...??
Síðan fór ég bara heim....og nú hlakka ég alveg til að koma aftur heim eftir tvær vikur svo ég geti klárað allt prófavesenið og farið svo á fullt af tónleikum :)

En ég held að það sé svona netkaffihús þarna..vona það allavega, þannig að ég geti skrifað um það sem á daga mína drífur þarna úti....

Gleðilega páska bara þangað til næst....koss (þeir sem eiga það skilið)