föstudagur, febrúar 27, 2004

smá tónlistargetraun:

Hvað heitir Nico í Velvet Underground, fullu nafni?????

Á ég að segja ykkur....ég verð 22ja á morgun!!!!!!
Fann engin grá hár..ekki ennþá

Mér finnst ótrúlega ósanngjarnt samt að fá ekki að eiga afmæli í friði..held að kennararnir mínir séu með samsæri gegn þessum degi, ég þarf allavega að læra á við heilan bekk fyrir mánudaginn og mér finnst það ósanngjarnt!!!
Þau hafa hugsað sem svo: já, febrúar er svo leiðinlegur mánuður (af hverju segja það annars allir?????), við skulum pína þessa aumingja stúdenta sem eiga enga peninga og eru rauðeygðir af lestri...og LÁTUM ÞAU LÆRA MEIRA!!!!!!!!! Og svo hafa þau öll hlegið saman í kór og skálað í gevalia...that´s my theory..
Ég er nú samt komin uppá bókhlöðu og aðeins byrjuð á þessum ósköpum :)

Það er samt kominn e-r helgarpúki í heimsókn sem er alltaf að loka bókunum mínum og minna mig á það að ég ætla að gera e-ð sniðugt annað kvöld...
En hvað það verður veit nú enginn...sá í gær auglýsingu um singapore sling tónleika á grandrokk!!! rosalega langar mig að fara þangað!!
Þetta kemur allt í ljós í dag..

en nú verð ég að fara að læra...það bíður mín spennandi ritgerð og ritgerð og ritgerð...oj

mánudagur, febrúar 23, 2004

Ég verð að deila þessum gullkornum með ykkur!!!
Ég er að lesa greinar eftir Halldór Laxness og mér finnst hann bara frábær!! Þvílík kaldhæðni, en um leið sönn lýsing á því sem er að gerast...
Þetta sagði hann t.d um Víetnamsstríðið:

"Okkur sem ekki voru skotin í þessu stríði þótti fróðlegt að sjá í sjónvarpinu alla þessa glottandi litlu menn í svörtu náttfötunum; og skíthræddir smákrakkar alsberir á hlaupum yfir torgin undan sprengikúlum siðmenníngarinnar." !!!!!!!!!

Hann var á móti hernaði (eins og ég) og sagði þetta á öðrum stað:

"Og við þá litbræður mína sem játa kristna trú, vildi ég einkum og sérílagi segja þetta: hversu skemmtileg iðja sem morð kann að vera, hafðu það samt fyrir fasta reglu, kæri kristni bróðir, að drepa aldrei fleiri menn en svo að þú ásamt fjölskyldu þinni treystir þér til að éta þá; því að hin eina frambærilega réttlæting þess að vér drepum dýr, er sú að vér ætlum að éta þau." !!!!!!!

Þvílík kaldhæðni og snilli :)
Þegar ég les svona þá verð ég oft svo herská...núna er mér t.d skapi næst að henda frá mér fartölvunni og þramma niður i bæ með mótmælaspjald gegn hernaði..þetta er svoooo rétt sem hann segir!!! Af hverju sjá það svo fáir...allavega er nógu mikið af fólki hérna á ástkæra Íslandi sem er tilbúið að loka augunum fyrir ástandinu í heiminum og vefja þéttar að sér Karen Millen jökkunum sínum á meðan það bíður eftir að geta lagt Audiinum fyrir utan Hótel Holt, þar sem dinner is served!!!!

Ok, búin að fá útrás í dag, núna verð ég ljúf sem lamb það sem eftir er dagsins :)
Heiti því hérmeð að verða aldrei ein af þessum blindu efnishyggjuógeðum sem of mikið er til af í heiminum!!!!!!!

En ég vil endilega sjá comment ;)

sunnudagur, febrúar 22, 2004

Hæj...
Þökk sé Önnu mastermind and wizard þá er þetta blogg aftur komið í lag :) takk fyrir það engillinn minn!!!!!!! þú ert nú bara alveg ágæt og gott betur og ég sendi þér koss fyrir alla hjálpina xxxxxxxxx
Hún er líka svo sniðug, setti inn kommentakerfi og linka fyrir mig vííííííííi :)

En nóg um það....í dag er stórmerkilegur dagur því pínulitli, litli, litli bróðir minn er skyndilega kominn með bílpróf!!!! Snorri litli er 17 ára í dag :) :)
því var fagnað með því að keyra allar götur bæjarins í gærkvöldi (mamma hefur örugglega hringt á hálftíma fresti til þess að segja honum hvernig stefnuljósið virkaði og hvernig maður fer í belti!)

Sjálf var ég stödd á Tapas, þar sem við stelpurnar borðuðum saman ÆÐISLEGAN mat!!!! takk fyrir mig :) við vorum ægilegar dömur, fengum fordrykk og allskonar rétti og það var bara allt æðislegt. Ég er að hugsa um að leggja fyrir til þess að geta farið einu sinni í mánuði út að borða, það er svo gaman!
...og svo eru þau líka með MOJITO!!! sem er besti kokteill sem ég hef prófað, úff!!! fékk mér svoleiðis...og svo til þess að vera nú algjör pæja, þá fékk ég mér líka COSMOPOLITAN á la sex and the city. (sem smakkast langt um betur en gyðudrykkurinn vodki+vatn+lime+klaki)
Héðan í frá fer ég bara inn á staði þar sem er hægt að fá kokteila!!! víííí kanarí eftir mánuð!!!!!!!!!

Það er líka gott að hugsa um það hvað maður á ólíkar vinkonur...ekki myndi ég nenna því að þekkja bara stelpur sem væru alveg eins og ég, hugsuðu eins og klæddu sig eins..ég yrði brjáluð!!!
Þá er líka alltaf svo gaman að hittast..þoli ekki svona vinahópa þar sem ein segir e-ð og allar hinar svara: jiiiiiii EINMITT!!!!!

...annars er kl núna orðin hálffimm og ég hef ekki fengið konudagsblóm þannig að ég hef ærna ástæðu til þess að skokka í Kron á morgun og kaupa mér fallegu svörtu skóna sem ég sá þar í gær :)
takk fyrir það strákar, ekki gefa mér blóm!!!!!

Fyndið samt að lesa blöðin í dag og sjá hvað öllum þessum búðum dettur í hug að markaðssetja sem konudagsgjafir...á konudaginn er BRÁÐNAUÐSYNLEGT að eignast nýtt slettjujárn og wok pönnu og hnífapör og kristalblómavasa ogogogog..eins og kynþokkafyllsti (not) maður landsins sagði svo réttilega, þá er miklu sniðugra að gera e-ð spontant í staðinn fyrir að bíða e e-m "tyllidögum" til að gera e-ð sniðugt.
Allavega finnst mér það ;)

...en það var enginn rass hristur eins og polaroid mynd, bíður betri tíma, hugsanlega næstu helgi ef ég verð ekki komin í göngugrindina mína þá!!!

laugardagur, febrúar 21, 2004

Halló skralló...hér er smá prufa með íslenska stafi...þæöð..

föstudagur, febrúar 20, 2004

ok...what´s this??????????? !!!!!!!!!!
helvitis drasl!!!!!!!!!!!
Vá hvað það er mikill föstudagur :)
Föstudagur er einmitt uppáhaldsdagurinn minn, þá geri ég alltaf e-ð skemmtilegt...mér finnst líka fólk yfirleitt skemmtilegra á föstudögum en t.d. á þriðjudögum...eða mánudögum, úff!!
En nóg um það...mikið var ég glöð þegar ég heyrði að Placebo ætla að heimsækja okkur í sumar og verða nýjir vinir, í þeim alræmda félagsskap, íslandsvinir!!! Ekki það að ég sé neitt fan nr 1, en mér finnst þeir samt mjög góðir og hlakka til að sjá þá :)
Svo er ég búin að skemmta mér yfir þessu fólki á rás2 sem er að kjósa kynþokkafyllstu konu landsins, held það vanti kanski e-ð aðeins í sumt fólk sem hringir inn...mér finnst t.d. skrýtið að kjósa mömmu sína! Sko, mér finnst pabbi alveg ágætur...en sex appeal!!! hef lítið pælt í því og held ég geri það bara ekkert...svo er spurt af hverju kýstu hana?? "hún mamma er bara svo sexy, heldur sér svo vel og svona!!!" HVAÐ ER ÞAÐ? en jújú ef mamma ykkar verður ánægð að vera kosin þá er mér svosem sama :)
Á morgun er svo stór dagur...
Margar pæjur ætla að sameinast á Tapas og hafa það gott saman, árlegur atburður sem verður voða skemmtilegur....svo munum við danzzza og hafa gaman ;) blikkblikk

En svona í tilefni föstudagsins þá legg ég fram smá tónlistargetraun......
HVERJIR flytja lagið "Ó litla diskódís" og á hvaða PLÖTU er lagið????
Leggið ykkur fram poppspekúlantar því VEGLEG VERÐLAUN eru í boði ;) ...og ef mér tekst ekki að koma commentakerfinu í gang hérna þá getið þið sent mér póst á gydas@hi.is
Sæl öll náttdýr

Ég sakna þess stundum síðan ég var lítil og gat bara farið upp í rúm kl 10 og lesið um múmínálfana eða Jónatan í bróðir minn Ljónshjarta, og farið svo að sofa!!!!!!! I am an insomniac!!!! Og það gerist æ oftar...samt er ég svo oft þreytt, ég skil þetta bara ekki.
Það er t.d svo pirrandi að vera orðin sybbin og ætla að fara að sofa....fyrst þarf ég að bursta tennurnar og það allt, og þá er ég bara vöknuð! Og ég er sko búin að reyna að lesa!! Fyrst greinar e Laxness og svo greinar eftir e-a "snillinga" sem skrifa um Laxness. Reyndar er klukkan ekkert svo margt, ég verð bara svo pirruð þegar ég hugsa um alla fallegu draumana sem mig gæti verið að dreyma!

En það er nú líka sérstakt samband á milli mín og drauma...allavega finnst mér gaman að láta mig dreyma:)

Held ég geri tilraun 2 og reyni að sofna, ég er orðin ansi súr...

Sweet dreams..:)
í mínum draum hitar Apparat Organ Kvartett upp fyrir Kraftwerk í Kaplakrika!!

þriðjudagur, febrúar 17, 2004

Jæja, loksins búin að læra...eða alllavega hætt í bili.
Mér finnst alltaf jafn skrýtið hvað ég er lengi að koma mér í það að læra. Ég vissi það í allan dag! Ég vissi það líka í gær og hinn og hinn!!! Ætli skýringin sé ekki að ég sé búin að meðtaka svo mikið efni síðan ég byrjaði í háskólanum að það verður sífellt erfiðara f heilann að finna það sem ég þarf að hugsa um hverju sinni??
jú pottþétt ;-)

....ég átti samt ótrúlega góðan dag, miðað við að ég sat fyrir framan tölvuna í marga klukkutíma :)

Ég er svo mikið að spá hvernig ég get breytt um lit á þessu bloggi?? þarf að finna réttan takka..og svo þarf ég að setja inn svona allskonar dót....en það kemur m tímanum, vonandi..

tókst líka að hlaða inn fullt af lögum m mars volta, var minnt á það í dag (takk)...ég varð ekki f vonbrigðum m þau!!

sofið rótt í nótt krílin mín og munið að kíkja undir rúmin ykkar...


Halló allir saman!!
Ef ekki væri fyrir hana elsku Önnu mína þá væri ég nú ekki hér, hún bjó þetta allt til!! Takk fyrir mig elskan mín, þú ert yndi :)
Ótrúlega gaman að fá svona sniðuga pre- ammælisgjöf..

Varð að prófa smá..en ekki mikið því ég er ekki búin að læra í dag!!!!


Þessi síða er ætluð henni Gyðu vinkonu minni sem ég sakna svo mikið....eins gott að þú verðir dugleg að skrifa stelpa!!! Hún á afmæli núna 28.febrúar stelpan og þetta er svona advanced-bonus afmælisgjöf:o)
Verði þér að góðu gamla mín og vertu nú dugleg að segja frá lífinu í bókmenntafræðinni og Selló:o)
Love yah!