fimmtudagur, ágúst 26, 2004

pick up the receiver, I´ll make u a beliver...

1/23 af mér er flutt til Reykjavíkur..ég fór með einn kassa í gær og raðaði upp í eldhúshilluna mína fínu. Ég veit samt ekkert leiðinlegra en að pakka, þessi kassi var tilbúinn í bílskúrnum síðan ég flutti af víðimelnum...hitt bíður. Úff!! það er rosa leiðinlegt að flytja, hvað ætli kosti að fá svona flutningaþjónustu??

Verð alltaf smá svartsýn áður en ég stíg svona ný skref...hvað á ég t.d. að gera ef nágranninn minn hlustar bara á e-ð ömurlegt?? hmm, kannski Anastaciu? eða ef nágranninn minn elskar soðið kjöt (öööhh ég þoli ekki lyktina af því!) eða ef hann fer alltaf að sofa kl 10 og bankar í vegginn með kústskafti svipað og "elsku" Pálína hennar Önnu??
hmmmmm...ég lærði nú margt í fyrra, Baldur afmeyjaði mig í að búa í kringum annað fólk (hljómar ekki vel en satt). Það var stundum óhugnlegt get ég sagt ykkur... Eins og þegar hann kom fram af klósettinu (eftir ca kortér) og kallaði "Gyða, búinn!!!" eða þegar hann dansaði djæfinn sinn óavitandi fyrir framan mig með lokuð augun, í hvítum sportsokkum og ÞRÖNGUM nærbuxum!!!! að ógleymdri kærustunni hans Siggu Beinteins...
Ég sé það eiginlega núna að ég hef alla burði til að verða fyrirmyndaríbúi á Eggertsgötunni..ég hef svo mikla social reynslu :) kippi mér ekki upp við neitt eftir að hafa deilt ísskáp m verðandi lögreglumanni úr Grindavík....eða næstum ekki neitt!!!




mánudagur, ágúst 23, 2004

I lie in my bed, totally still, my eyes wide open, I´m in love again....

Ég er örugglega búin að lesa 10 blogg í dag sem byrja á orðunum "og nú er menningarnótt að baki" greinilegt að það fóru margir og gerðu e-ð...enda fullt fullt fullt af fólki í bænum!! og ég einmitt ein af þeim ;)
Lou Reed var á föstudaginn og ég og Hulda vorum alveg á síðasta snúning, náðum ekki nema hálftíma af tónleikunum. Það var nú samt gaman að sjá hann, stundvísi virðist ekki ætla að verða mín besta hlið (það sannast alltaf betur & betur..) en ég hef mér það til málsbóta að ég var ALVEG viss um að það myndi e-r hita upp :/ mér til mikillar ánægju missti ég samt ekki af lögum eins og Waiting for my man því það var bara ekki einusinni spilað... en jújú rokkprik fyrir Lou Reed ég bý að þessari reynslu alla mína ævi :)

Fr Halla hélt svo upp á ammælið sitt á laugardaginn..með pompi og prakt!! Æðislegur kjúklingaréttur, allskyns víntegundir í fallegum kristalsglösum, háhælaðir skór smullu í gólfið (m einstaka fótataki frá kínaskóm og gulum og rauðum strigaskóm) og húsið var fullt af pæjum sem allar ætluðu á menningarnótt. Forláta húsbíll ferjaði okkur svo í höfuðborgina, eftir að sumir höfðu tappað af rauðvínskút í líterskókflösku og við sungum alla leiðina, trallala...eins og glöggir lesendur sjá þá er ég sífellt að sætta mig betur við þá hlið á sjálfri mér sem syngur hástöfum þegar hún heyrir e-ð sniðugt lag ;)

Ég, Hulda og Auður tókum strikið beint á 22 þar sem við dönsuðum af okkur rassinn og höfðum ofsalega gaman...alltaf þegar e-r stakk upp á að fara e-ð annað þá heyrðist í mér eða Huldu "OOhh nei, heyriru lagið, við getum ekki farið núna!!" Og svo dönsuðum við og dönsuðum! Semígæran Íris lét sjá sig og svo hitti ég líka hana elsku Elsu mína. Hitt afmælisfólkið fór í Þjóðleikhúskjallarann og skemmti sér að sögn mjög vel...Soffía elskan hitti okkur svo og við (eða sko þær sem stauluðust ekki heim fyrir allar aldir!!) hófum för okkar niður Laugaveginn. Eftir dramatískt stopp á 11unni, þar sem mikið var í húfi og mikla leigubílaröð valt ég svo upp í rúm til Soffíu rúmlega hálfátta, í öllum fötunum m bláan maskara og svaf vært þangað til sólin potaði í mig á hádegi nokkrum klukkustundum síðar...Það voru því ansi beyglaðar og úfnar stúlkur sem fóru á KFC í gær. Ein blá kringum augun, hás af miklum söng og svoldið völt, hin úfin og haltrandi eftir extreme pissustopp kvöldið áður ;)

definetly a night to remember...

föstudagur, ágúst 20, 2004

Loksins frjáls!!!!!!!!!!!!!!

Fór í prófið í gær í stjórnmálaheimspeki, gæti ekki verið meira glöð að vera búin með það jibbí!!!!!!!!!! ;) Það var allur vindur úr mér samt eftir þessi ósköp, ég reyndi að hitta Fanný, Önnu og Gabríellu í smáralindinni en ég hugsa að ég hafi verið alveg eins og draugur... Og ekki spyrja mig hvernig fór því það kemur bara í ljós seinna!!
Ég sit hérna og iða í skinninu, ég hlakka svo til að fara á Lou Reed í kvöld :) það verður alveg æðislegt held ég bara. Tilhugsunin um að heyra lög eins og Vicious, víííííííí ég fæ gæsahúð! Sérstaklega þar sem ég hef búið við tónlistarsvelti undanfarna daga... Fékk smá sjokk áðan þegar ég var að hugsa hvar miðinn minn væri en svo mundi ég það að Hulda er með hann...hehehe þegar ég og Íris fórum á pixies þá gleymdi ég miðanum og þurfti að snúa við...mikið drama og mikið fjör svona eftirá að hyggja ;)
Annars var ég að lesa það að Prodigy ætluðu að koma hingað í 5.skipti held ég í október frekar en nóvember...ég fór nú einusinni þegar ég var bara lítil stelpa og það var ROSALEGT!!! þvílík upplifun fyrir litla gelgju að fara. Ég ætla að hugsa um það að fara aftur, hver veit...

afmælisbarn dagsins er hún Halla sem er að nálgast það hægt og bítandi að verða þrítug!!!!! Til hamingju m ammælið í dag elskan mín ;) ssssmuuuack frá mér til þín!...

föstudagur, ágúst 13, 2004

Ömurlegur húmor!!!

Rétt upp hend sem finnst fyndið "Ég þarf ekki að hözla þegar ég get nauðgað!" Ekki mér allavega!!!!! Þeir hálvitar sem eru responsible fyrir svona ömurlegu gríni gefið sig vinsamlegast fram við mig og ég get sko nauðgað þeim sjálf m hrífuskafti!!...fann þetta "skemmtilega" komment þegar ég var að vafra um netið ( í vinnunni of course) og skoða myndir og ýmislegt frá Þjóðhátíð. Það er ekki skrýtið að fólki sé nauðgað þarna ef viðhorfið er svona, urrrr!!

Sé fyrir mér svona hóp af gaurum sem aldrei hafa fengið að ríða flissa að þessu þar sem foringi hópsins leggur fram stórsniðugt komment um leið og hann fær sér sopa af flata Faxe bjórnum sínum..."Hey, var að fatta eitt mar! Þarf ekki að hözla þegar ég get nauðgað, fattiði??" "Hehehehehehe" heyrist í hópnum sem ákveður svo að afla sér frekari "vinsælda" með því að deila þessu m fleirum..

Eða hvað?? Er ég of svartsýn að halda að fólk taki svona ekki sem gríni...ef grín má kalla, mér finnst þetta allavega ekki neitt sérstaklega fyndið!! Ég held frekar að þetta sé vaxandi vandamál... Það var einmitt viðtal við e-a mömmu útí bæ fyrir verslunarmannahelgina sem hafði voða miklar áhyggjur af 17 ára gömlum syni sínum sem var að fara til Eyja í fyrsta skipti. Áhyggjurnar beindust samt ekki beint að honum, heldur frekar því að hún var hrædd um að hann gæti nauðgað þarna!!!!!! Hvað segir það manni ef mæður eru að koma fram m svona áhyggjur??? ...

Þetta hlýtur nú samt að vera ákjósanlegur kostur fyrir þessi sick ógeð sem gera þetta..ég meina það eru alltaf 50% líkur á að fórnarlambið kæri ekki og ef það gerist þá geturu bara fengið þér visa rað og borgað niður miskabæturnar því þær eru nú sjaldnast það háar. Nú ef þú lendir svo í fangelsi þá er það fín hvíld frá amstri dagsins, ferð bara í ræktina og hefur svo tölvu og sjónvarp útaf fyrir þig á Hrauninu... + það að vistin yrði aldrei lengri en svona, jahh, 2 mánuðir til hálft ár!!!!!

miðvikudagur, ágúst 11, 2004

...I´m gonna play with the braids that u came here with tonight...

Þoli ekki þegar ég fæ lög á heilann!! Annaðhvort er það heilt lag, ein lína eða stef og það hljómar í hausnum á mér allan daginn þangað til ég verð geðveik!!!! Ekkert slæmt lag samt, mig langar bara svo að hlusta á það en verð að bíða í 2 og 1/2 tíma til þess, djöfull!
Ástandið gæti samt verið verra. Ég gæti verið með e-ð ömurlegt á heilanum...gef ykkur nokkur dæmi:
a) jæjabbbæbæbæbæ...
b) ó litla diskódís... (hahaha Anna þú hlýtur að muna eftir því ;))
c) hann heitir Árni og segir dojjojojojong hann er úr járni...

Já, ég hef lent í því að syngja þessi lög (og mörg fleiri) í tíma og ótíma í huganum...ofsalega pirrandi..

En svona til tilbreytingar þá ætla ég að endurvekja tónlistargetraunina mína og ath hverjir vita hvaða lag þetta er sem ég er m á heilanum ????

þriðjudagur, ágúst 10, 2004

Hannes Hólmsteinn er fíbl!!

Hvernig datt honum í hug að fella mig í fyrra?? grrrrrr, ég er búin að reyna að læra fyrir helv prófið en það gengur alveg ofsalega illa!!!! Stjórnmálaheimspeki + 25 stiga hiti passar bara ekki saman!! belive me... en ég hef ennþá 9 daga þangað til prófið verður svo ég vona bara að það verði stormur alla helgina svo ég geti lært þá :)

Fékk í gær fyrsta reikninginn minn f húsaleigu í nýju fínu og fallegu íbúðinni minni...var í fyrsta skipti ánægð að sjá gluggapóst :) ég get ekki beðið eftir að flytja það verður svo gaman. Ég á reyndar EKKERT þannig að ég auglýsi hér með eftir alls konar dóti. Ekki henda neinu nema tala við mig!!!!! ekki einusinni einum ostaskera!






fimmtudagur, ágúst 05, 2004

Tekin á 114 km hraða og SLEPPT!!!

Já lögreglukerfið hér á landi hlýtur að vera spillt, ég var samt mjög fegin þar sem ég sat og beið dómsins..fékk bara skammir í staðinn og fékk svo að halda áfram heim á leið, gott mál :) Og ekki misskilja mig, ég lék enga heimska stelpu sem "fattaði ekki" hvað hún keyrði hratt..mér var bara einfaldlega sleppt!!! Fínir kallar svona löggur, hahahaha..

Annars var Verslunarmannahelgin frekar fjölbreytt hjá mér. Einkenndist af mikilli gleði og sorg. Afi var jarðaður á laugardaginn og mig langar að segja takk við ykkur öll sem hafið verið svo góð við mig :) elsku vinir mínir, hvar væri ég án ykkar!!!! Afi var sjálfur búinn að ákveða jarðaförina sína þannig að hún var öll í hans anda, kórinn söng Maístjörnuna og Internasjónalinn og ég hágrét áður en ég var komin inn í kirkjuna og svo næstum alla athöfnina, úff! Reyndar tókst prestinum að mismæla sig einu sinni og segja Snorri Sigfússon í staðinn fyrir Sigfinnsson en ég er svona að taka hann í sátt núna..við erum jú öll mannleg, er það ekki??

Ég fór síðan á síðbúinn Innipúka m Önnu, Fanný og fl en tókst samt að halda mig frá því að endurtaka leikinn síðan í fyrra ;) kannski af því við fórum svo seint...það var gaman samt, sáum allavega Trabant!

Og nú er bara alveg að koma helgi aftur, ótrúlegt en satt ;)
Mig langar að gera e-ð sniðugt...